Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt einkaþotu sína eða hvað?

Það kemur farm að einkaþóta Jóns Ásgeir Jóhannessonar eða öllu heldur Íslensku þjóðarinar sé enn skráð á  BG AVIATION LTD C/O BAUGUR UK LTD 27. Mars 2009.  Ef þessi vél á að hafa verið seld fyrir mánuði síðan eða svo hvað er hún þá enn að gera undir nafni BG AVIATION LTD.

 Nú spyr sá sem ekki veit.

GINFO Search Results

This page contains the complete aircraft details from the UK register.
      Data Extracted
27/03/2009 21:00
 
G-INFO Record Number: 1 of 1

Registration Details

Mark:G-OJAJCurrent Reg. Date:30/11/2007
Previous ID:NEW FRANCEDe-Reg. Date:
Status:RegisteredTo:
Select this link to view the Full Registration History of this aircraft
 

Aircraft Details

Manufacturer:DASSAULT AVIATION
Type:FALCON 2000EX
Serial No.:132
ICAO 24 bit aircraft address:Binary: 0100_00_000_001_00_1011010001
Hex: 4012D1
Octal: 20011321
Popular Name:FALCON 2000
Generic Name:2000
Aircraft Class:FIXED-WING LANDPLANE
EASA Category:CS-25: Large Aeroplane
Engines:
2:   2 x PRATT & WHITNEY CANADA PW308C

 
MTOW:19142kgTotal Hours:Year Built:2007
CofA / Permit:EASA Certificate of AirworthinessValidity Expiry:29/11/2009
ARC Issue Date:30/11/2008ARC Reference:059543/001/001
 

Owner Details

Ownership Status:Owned
Registered Owners:
BG AVIATION LTD
C/O BAUGUR UK LTD
89 NEW BOND STREET
LONDON
W1S 1DA
 
 
 

Third Party Insurance Information

Insurance Evidence Verified Date:No detailsDate of "No Flight" Declaration:None
Select this link for an estimate of the Minimum Insurance Requirements for this aircraft
 

Margar sjónhverfingar hef ég séð og það kæmi mér ekki á óvart að við eigum eftir að sjá nokkrar í viðbót frá þessum mönnum, þetta eru vanir menn og kunna sitt fag.

Heilbrigð skynsemi óskast

Stefnumál stjórnarflokka ríma saman sem eru eingar.

Ég hef verið að fylgjast með fréttum af landsfundi stjórnmálaflokkanna og hef ég verið að leita af því hvernig þeir og reyndar allir þessir flokkar ætla að koma íslensku þjóðini út úr þeim ógöngum sem hún er komin í.  Það eina sem komið hefur fram er að á heildina litið eru málefni flokkana tveggja Samfylkingin og VG  þær sömu afla tekna með sköttum. Báðir flokkar boða aðgerðir á borð við frystingu lána og aukið tillit til skuldara við innheimtuaðgerðir hins opinbera.  

Nú spyr maður sig hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að borga skuldir Íslendinga? fyrir utan að hækka skatta fólksins í landinu. Ekki vil ég trúa því með aðild að Evrópusambandinu (ESB) séu hagsmunir Íslendinga best borgið eins og Samfylkingarmenn sögðu í gær. Það þarf að borga skuldir ekki fáum við þær feldar niður ef við göngum í ESB. Er ekki málið að einblína frekar á hvað hægt sé að gera hér heima til að efla útflutning og fá tekur inn í landið svo hægt sé að borga þessar erlendu skuldir okkar. 

Við sendum stærsta hluta fiskafla okkar út óunnin og látum Breta og Dani vinna hann áfram í stað þess að vinna hann hér heima og senda út með mun meiri tekjum. 

Við eigum hér stór álver sem senda út fleiri þúsund tonn af áli það er síðan notað til að búa til allskyns vörur bæði í bíla og húsnæðis framleiðslu. Af hverju getum við ekki nýtt okkur þetta ál og sett hér upp framleiðslufyrirtæki og skapað bæði vinnu og tekur fyrir landið okkar í stað þess að senda þetta ál allt út í stórum klumpum og látið aðrar þjóðir hafa þær tekjur sem ella gætu skapast hér heima. 

Svo er það ferðaþjónustan hún er óendanleg þegar maður talar við útlendinga þá verða þeir eitt stórt spurningarmerki, við eigum eitt það fallegasta land, framleiðum hér frábært hráefni og landið er fullt að fagfólki í þessum geira. Ég tala nú ekki um Detox heilsumeðferð að sem hér gæti Ísland orðið heilsuland fyrir ríka og fræga í boði Jónínu Ben. 

Ekki má gleima öllu því fagfólki sem til er í hönnun og list af hverju þarf að framleiða allar þær vörur sem þetta fólk er að hanna í Kína en ekki hér heima. Tökum Finna eða Dani til fyrirmyndar og eflum íslenska framleiðslu og hættum að kaupa hana frá Kína. 

Fjölmiðlar í dag eru fullir að því sem Davíð Oddsson sagði en ekki þá umræðu sem vantaði á  landsfund stóru stjórnmálaflokkana en hún er  HVERNIG ÆTLAR ÍSLENSKA ÞJÓÐIN AÐ BORGA ERLENDAR SKULDIR SÝNAR.  

Heilbrigð skynsemi óskast.

 


Bloggfærslur 30. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband