26.3.2009 | 21:46
Krónan veikst um 10%
Krónan hefur veikst um tæpt 1% í dag og rúm 10% síðastliðinn hálfan mánuð.
Í kvöldfréttum Rúv kom þetta meðal annars fram.
"Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur að krónan haldi áfram að veikjast nema Seðlabankinn komi með evrur inn á gjaldeyrismarkaðinn. Eigendur jöklabréfa hafa ekki getað losað nema brot af vaxtagreiðslum úr landi,vegna skorts á evrum hér á landi.,,
''Krónan styrktist nokkuð um miðjan mánuðinn, 11. mars fór gengisvísitalan niður í 186 stig. En síðan hefur heldur sigið á ógæfuhliðina því við lokun markaða í gær var gengisvísitalan komin upp í 205 stig. Þannig að á hálfum mánuði hefur krónan veikst rúm rúm 10%. Reyndar hefur krónan veikst um rúm 3% gagnvart japönsku jeni og 8% gagnvart svissneskum franka en algengt er að myntkörfulán Íslendinga séu í þessum myntum.,,
Nú spyr maður sig er sá gjaldeyrir sem fæst fyrir afurði okkar ekki að skila sér heim?
Getur verið að þeir aðilar sem selja sína afurði út séu að selja hann til eigin fyrirtækja í í Evrópu í ISK og endurselja hana svo til kaupanda hennar í Evrum?
Getur verið að sá gjaldeyrir komi aldrei heim eins og lög segja til um?
Getur verið að útflytjendur sé sjálfir að kaupa og selja íslenskar krónur og skuldabréf?
Er talað um að aðilar séu að skapa sér 20% til 40% auka tekjur af þessu braski en á meðan er þjóðin að blæða út.
Er þetta það sem við þurfum núna á þessum erfiðu tímum ?
Heilbrigð skynsemi óskast.
26.3.2009 | 10:45
Lentu í höndunum á ævintýramönnum segir Hreinn Loftsson fyrrum stjórnarmaður Baugs Group.
Þetta var haft eftir Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugs Group í Morgunblaðinu, hann hefur setið í stjórn Baugs í áraraðir og verið hægri hönd þeirra sem þar stýrðu málum með einkavæðingu bankanna.
Er verið að gera grín að okkur hinum eða hvað?
Og þetta sagði Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group meðal annars.
Við töldum að þetta hefði verið svo ófaglegt og pólitískt hérna árum saman og vildum breyta því. Við litum svo á að þarna væri um kjarnann í hverju efnahagskerfi að ræða og þess vegna væri mjög mikilvægt að það lenti ekki í höndunum á einhverjum ævintýramönnum. Það hins vegar blasir við núna að það er það sem gerðist
Vef mbl.is
'' Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum?
Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn?
Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni?
Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu?
Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna?
Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?
Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki?
Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku?
Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum?
Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins?
Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina?
Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?,,
Af vef amx.is
Hreinn ætti kanski að líta sér nær.
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)