Sérstakur saksóknari fær 20 manna starfslið

Þessi frétt var birt á Eyjuni.is

Loksins er eitthvað gert af viti hér á þessu landi en það þurfti Norska konu til að koma viti fyrir okkur hin.

'' Fastir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins verða allt að 16 talsins, en auk þeirra munu erlendir sérfræðingar starfa með saksóknaranum.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra sagði á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag að starfsmenn embættisins gætu þannig orðið allt að 20 á þessu ári, samkvæmt endurskoðaðri áætlun um umfangið.

Eva Joly, franskur dómari og rannsóknardómari og ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í saksókn vegna bankahrunins, er væntanleg til landsins á morgun til að sögn Rögnu og verður þá fundað með henni um þessi endurskoðuðu áform, að því er kemur fram í frétt mbl.is af blaðamannafundinum.,,

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

 

 


Bloggfærslur 24. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband