23.3.2009 | 23:09
„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“
Þetta er stærsta bankarán Íslandsögunnar og augljóslega hluti af stærri átökum sem hafa ekki farið fram hjá neinum. Nú hafa menn náð ákveðnum hefndum og hljóta að vera ánægðir," segir hann og neitar því að standa uppi eignalaus í dag, en þetta sé auðvitað veruleg blóðtaka" og augljóslega versta áfall" sem hann hafi orðið fyrir á sínum viðskiptaferli.
Miðað við þær fréttir sem síðar hafa verið birtar eftir að þessi ósköp dundu yfir þjóðina lítur út fyrir að það voru einmitt Jón Ásgeir og hans félagar, þessir "30 til 40" bankamanna sem hafur algjörlega arðrænt heila þjóð af tekjum sínum næstu áratugina og orðstír íslands á erlendri grund.
Þetta myndband er á bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttir og tek ég mér það bessaleyfi að birta hér.
Maður spyr sig hverning er hægt að ræna banka sem búið er að ræna og ekkert eftir nema notuð húsgögn, það var ekki einu sinni hægt að nota nafnið GLITNIR því búið var að eyðileggja það líka.
Sjón er sögu ríkari
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/5598/
Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Viðskipti og fjármál | Breytt 24.3.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 18:12
Minnisblað Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra febrúar 2008.
Fulltrúar erlendu bankanna mátu stöðu Íslands sem alvarlega eða grafalvarlega.
Þeir tjáðu mönnum að þeir höfðu mikla vantrú á íslenska bankakerfið.
Í minnisblaði af fundi starfsmanna Seðlabanka Íslands með fulltrúum stórra banka í London frá því í febrúar 2008 kemur fram að ýmsir töldu að Glitnir væri í verulegum vandræðum.Iðulega var vísað í ferð þá til Bandaríkjanna, þar sem Glitnismenn komu heim auralausir, en einnig var af hálfu sumra bent á að eigendur Glitnis væru í þröngri stöðu eða gætu fljótlega lent í vandræðum, svo baklandið stæði alls ekki sterkt.
Hér heima var okkur tjáð að Íslendingar væru einstakir snillingar og eina markmið útlendinga væri að hafa eitthvað af íslensku þjóðinni og við sannfærð um að útlendingar væru tapsárir aumingjar.
Davíð Oddsson sagði að þessi skýrsla hafi hann lesið upp fyrir forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, ráðherra og embættismenn.
Samt var ekkert gert!!!!
Bankarnir voru búnir að vera þegar um áramótin 2007/2008.
Ríkisstjórnin taldi þetta vera ímyndavandi bankanna, Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde fóru til Kaupmannahafnar og New York til að kynna íslenskt efnahagslíf og ef ég man rétt þá var Jón Ásgeir Jóhannesson með í þeirri ferð.
Hvar var Jónas Fr. Jónasson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í öllu þessu og ég tala nú ekki um Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra?
Allt þetta fólk kaus að trúa skýringum íslensku bankasnillingana, en ekki skýrslu Seðlabanka Íslands. Og þar sem allt þetta var Davíð að kenna, alla vega voru Baugsmiðlarnir búnir að segja okkar það, þá langar mig að bæta við kafla sem haft var eftir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar vorið 2008.
>>>>>>>>>>
Ávarp á SFF deginum 2008
10. apríl 2008
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra
Góðir gestir
..........Ágætu fundarmenn.Mig langar til að nota þetta tækifæri og þakka Samtökum fjármálafyrirtækja fyrir afar gott samstarf að undanförnu. Sérstaklega ber að þakka þátttöku SFF við úrlausn vandasamra ágreiningsmála er varða ýmsa gjaldtöku fjármálastofnanna fyrir eigin reikning og annarra. Að sjálfsögðu geta hertar reglur með starfsemi fjármálafyrirtækja verið þeim baggi og því ber að fara varlega á þessu sviði.Það ber þó sérstaklega að viðurkenna þann mikla skilning sem SFF hefur sýnt mikilvægi þess að skýra rétt neytenda á sviði fjármálaþjónustu og einfalda samskipti þeirra og fjármálafyrirtækja sem mest.Ég óska ykkur öllum hjartanlega til hamingju með SFF daginn,, sagði Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar vorið 2008.
Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.Heilbrigð skynsemi óskast.
Njótið dagsins.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 14:30
Flókin eignatengsl á íslandi.
Þjóð komin á heljarþröm
Á undanförnum árum hafa skattayfirvöld hvað eftir annað vakið athygli á þeirri nauðsyn að gagnsæi sé í öllu regluverkinu og að skatturinn fái allar upplýsingar. Þegar heil þjóð er komin á heljarþröm er það eins og köld vatnsgusa að samt skuli haldið í leynd gagnvart skattyfirvöldum.
Leyndin er, og hefur verið, meginvandamálið. Fjölmargir eiga félög og fyrirtæki erlendis og það er ekkert athugavert við það meðan viðkomandi aðilar gera grein fyrir því á framtölum sínum.
Annað mál er svo: Af hverju eru menn að stofna fyrirtæki erlendis sem einungis virðist vera geymsla á óskilgreindum eignum.
Í stjórnir slíkra fyrirtæka setjast þeir jafnvel ekki sjálfir heldur sest fulltrúi banka ásamt einhverjum tveimur öðrum fulltrúum, jafnvel eru það félög sem sitja í stjórnum slíkra félaga. Enginn utanaðkomandi og þar með talið skattyfirvöld vita fyrir hverju þessi félög standa og hvað fer fram í þeim.
Þarna getur skapast aðstaða til brota gegn skattalögum, samkeppnislögum og fleiru ef menn eru innstilltir á slíkt. Það verður því að lyfta þessum huliðshjálmi eða spyrna við fæti með öðrum aðgerðum, eins og verið er að gera á alþjóðavettvangi.
Flókin eignatengsl
Árið 2004 gerðum við Indriði H. Þorláksson og Snorri Olsen úttekt á þessu í skýrslu um umfang skattsvika og það var niðurstaða okkar að þarna væri um gríðarlega fjármuni að ræða. Það er erfitt að slá á tölu en það er alveg ljóst að þetta eru milljarðar, jafnvel tugir milljarða.«
Hvaða einstaklingar eiga í hlut?
Almennt séð eru þetta ekki venjulegir launþegar. Þetta eru athafnamenn, en ótrúlega margir slíkir tóku þátt í útrásinni og eiga mörg félög. Það er erfitt að skilja flóruna í þessum félögum því þar eru gríðarlega flókin eignatengsl.
Í greiningu hjá Ríkisskattstjóra hefur komið í ljós að menn eiga til dæmis í félagi A og B og síðan á félag B í félagi A og síðan í félagi C og koll af kolli. Það virðist ekki vera nein heildstæð brú í þessu og þær spurningar vakna hvort þetta flækjustig sé til þess að fela eitthvað, ekki endilega einungis gagnvart skattyfirvöldum heldur líka fyrir samkeppnisaðilum eða meðeigendum.
Það sýndi sig á árum áður að enginn vissi hver átti fyrirtækið Fjárfar, sem kom við sögu í Baugsmálinu.
Fyrir nokkrum árum vissi enginn hver átti Fréttablaðið. Voru þetta óeðlilegir viðskiptahættir? Verðum við ekki að gera þá kröfu til manna sem eru í viðskiptum að þeir hafi almennt gagnsæi og gott siðferði að leiðarljósi.«
Heldurðu að það hafi verið nauðsynlegt að verða fyrir áfalli eins og í haust til að tekið væri á þessu umhverfi? Hefðu menn ekki bara haldið áfram eins og ekkert væri eins lengi og þeir hefðu komist upp með það?
Ef þetta er rétt ályktun hjá þér er það mjög nöturlegt að heil þjóð þurfi að fara á hnén til að menn sjái að sér. Og jafnvel þótt þjóðin sé komin á hnén eru menn samt að reyna að koma í veg fyrir gagnsæi.
Hvernig er að standa í baráttu eins og þessari?
Afar margir eru ánægðir með að skattyfirvöld séu að knýja fram gagnsæi. Skattyfirvöld hafa í aðalatriðum tvö meginmarkmið: að tryggja að allir greiði rétta skatta og gera það eins auðvelt og þægilegt og unnt er að telja rétt fram. Seinna markmiðið er komið vel áleiðis, og vonandi tekst á næstu tveimur árum, að gera skil skattframtala þannig að jafnvel 50-60 prósent þjóðarinnar þurfi ekkert annað að gera en að staðfesta framtalið. Hitt markmiðið, að allir greiði rétta skatta er aðalmarkmiðið en bæði flóknara og erfiðara. Þar verða menn að knýja á um gagnsæi og tryggja að eftirlit sé virkt.
Því miður held ég að á komandi árum muni samfélag okkar líða fyrir græðisvæðinguna.
Græðgi þessara manna hefur eyðileggi orðstír heillar þjóðar.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Njótið dagsins.