Þetta eru ótrúlegar fréttir, hér er verið að tala um 2000 milljónir, hvað var aftur verið að tala um að eigi að spara í heilbrigðismálum þjóðarinna?
Á hvaða sér samning voru þessir menn hjá Kaupþing banka.
Hér er frétt sem birt var á visir.is
Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs.
Stærstu hluthafarnir eru Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Baugs, Gunnar Sigurðsson forstjóri, Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi
BGE á engar aðrar eignir til að standa straum af láninu og Kaupþing neyðist því að öllum líkindum til að afskrifa það. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort að lánið liggi í gamla eða nýja Kaupþingi.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Góða kvöldstund.