Er hægt að segja sannleikann ? LOGOS stýrir einu stærsta þrotabúi Íslandssögunnar.

Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga ?  Ég skora á lögmannastéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX. Erlendur Gíslason, lögmaður hjá lögmannsstofunni Logos, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs Group, en félagið var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Gera má ráð fyrir að gjaldþrot Baugs sé með stærstu gjaldþrotaskiptum Íslandssögunnar. Aðspurður segist Erlendur ekki hafa verið skiptastjóri þrotabúa undanfarin ár, en hann hafi komið að skiptum sem fulltrúi kröfuhafa og unnið að öðrum hliðum gjaldþrotamála.

 Völd og verkefni skiptastjóra

Þrotabú tekur við öllum réttindum og skyldum félags þegar það er tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fer skiptastjóri einn með forræði þrotabús og er einn bær til að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess meðan á gjaldþrotaskiptum stendur.  

 

Skiptastjóri kemur fram af hálfu búsins fyrir dómi og gerir samninga í nafni þess. Skiptastjóri tekur ákvarðanir um hvernig eignum og réttindum þrotabúsins er ráðstafað, þar á meðal hvernig og hverjum þær eru seldar og á hvaða verði. Hann starfar samt í umboði kröfuhafanna. Ef þeir eru ósáttir við meðferð skipta geta þeir leitað réttar síns í samræmi við það. Skiptastjóri heldur fundi með kröfuhöfum þar sem farið er yfir ráðstöfun eigna þrotabúsins.

 

Þá kemur fram hjá LOGOS, að Jakob R Möller, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf., þar sem Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstir hluthafar sé sjálfstætt starfandi lögmaður í samstarfi við LOGOS, auk þess séu Stoðir ekki Baugur og þau mál tengist ekki neitt.

Þessi mynd fylgdi frétt á Visir.is í lok árs 2007.  

 

LOGOS

 

 

Æðstu menn FL Group voru í þungum þönkum á fundinum í gærkvöld. Hér má sjá Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson og Hannes Smárason ræða við lögfræðinginn Gunnar Sturluson, einn eiganda Logos, en fundurinn fór fram á lögmannsstofu þeirra.

 http://www.baugurgroup.is/Pages/350?NewsID=495 

03.7.2005

 ,,Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 11. mars sl., komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn lögreglu væri ekki í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess, starfsmanna né lánardrottna. Á grundvelli ályktunarinnar og í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu í lögfræðilegri álitsgerð Jónatans hefur stjórn Baugs Group hf. ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar.  Hefur Hákoni Árnasyni, hrl., og samstarfsmönnum hans hjá lögfræðifirmanu LOGOS verið falið að annast um þann málarekstur fyrir hönd félagsins og er undirbúningur málshöfðunar þegar hafinn.” 

Heilbrigð skynsemi óskast.

Njótið dagsins. 

 

 
 

Bloggfærslur 16. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband