Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga.  Ég skora á lögmannsstéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX.

Þessar fréttir voru birtar á Vísir.is í dag.

'' Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.

LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller, sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða. ''

Jakob Möller var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.''

"LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.''

 

Heilbrigð skynsemi óskast

Góða helgi.

 


Skiptastjóri Baugs

Þessa frétt las ég á Eyjuni í kvöld og varð ég að lesa hana aftur því ekki vildi ég trúa mínum eigin augum,  getur þetta verið rétt? 

Ég vona að þessi gjörningur verður ekki framkvæmdur því hér er um stórslys að ræða. 

Góða þjóð standið vörð um réttlætið og látið þetta ekki gerast. 

"Orðið á götunni er að lögmaður frá lögfræðiskrifstofunni Logos verði á morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group hf. Orðið á götunni er að verði það raunin sé það með hreinum endemum sé tekið tillit til tengsla lögmannsstofunnar við hið gjaldþrota fyrirtæki.

Fyrir liggur að lögfræðistofan hefur annast lagalega ráðgjöf og almenna lögmannsþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. Margir þeir samninga sem Baugur hefur gert á síðastliðnum árum koma án efa til skoðunar hjá skiptastjóra sem verður því dómari í eigin sök í mörgum tilvikum.

Aðeins eru nokkrir dagar frá því að til stofunnar var ráðinn Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður en hann starfaði hjá Baugi Group frá 2008 til 2009. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar sem er hluthafi í Baugi.

Þá er Jakob Möller, lögmaður hjá Logos, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. sem Baugur er ráðandi hluthafi í. Jakob var ennfremur einn af verjendum fyrrum forstjóra Baugs, Tryggva Jónssonar, í hinu svokallaða Baugsmáli.

Orðið á götunni er að lögmenn séu margir yfir sig hneykslaðir á því að til standi að skipa lögmann hjá Logos í sæti skiptastjóra í þrotabúinu, enda hafi aldrei áður verið um jafn mikla hagsmuna að ræða í einu þrotabúi hér á landi. Miklu skipti að það sé hafið yfir allan vafa að skiptastjóri í þrotabúinu sé hlutlaus. Líklega sé vart að finna stofu sem tengist Baugi með jafn augljósum og nánum hætti og Logos, að lögmannsstofu Gests Jónssonar undanskilinni. "

 

Góða kvöldstund.


Bloggfærslur 13. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband