HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ???

Þennan póst fékk ég sendan til mín í morgun og þar sem allt í honum er er svo satt og rétt að ég ætla að taka méð það bessaleifi að birta hann hér fyrir ykkur hin að lesa. 

Þetta er sorglegur sannleikur sem hér er ritað. 

Sæl Jón, 

Ég var að hlusta á þig á Rás 2 og hjó eftir því að þú sást Bónusfánann yfir Alþingi íslendinga sem tákn um stöðu Íslands. Ég er algerlega sammála þér. Þessi atburður er lýsandi dæmi hvernig staðan hefur verið til langs tíma. Það sem átti að vera mótmæli breyttist í staðreynd. Þetta var afar táknrænt, bleiki grísinn á Bessastöðum blakti yfir táknmynd sjálfsstæðis Íslands. Það er skelfilegt að almenningur sér ekki hversu alvarlegt er þegar spillt viðskiptaveldi hefur hreðjatak á íslensku þjóðinni með því að hafa ÓRG í vasanum og þar með stjórn á störfum Alþingis. Það er ekki langt síðan almenningur trúði því statt og stöðugt hversu við værum æðisleg og klár og útrásarvíkingar, bankaeigendur ásamt bankastjórnendum væri heiðarlegt og gott fólk. Þvílíkt djöfuls bull. Spilling og óheiðarleiki stjórnaði og réð öllu. Eftir situr venjulegt fólk með sárt ennið, atvinnulaust og er að tapa öllu. Á meðan keyra sumir á Bugatti Veyrone og Maclaren bílunum sínum, sigla á snekkjunni sinni eða skjótast á svörtu einkaþotunni sinni til Manhattan. Leikföng sem borguð eru af trúgjörnum íslendingum með lífssparnaði sínum.

Allt þetta blessaði svo Forseti Íslands. Jafnvel hörðustu VG-menn eru mjög ósáttir við gjörðir hans á "góðæristímanum" og niður-á-við-snobbi gagnvart almenningi nú eftir hrunið og yfirlýsingagleði hans og bulli sem skaðar Ísland enn meira, er þó meira en nóg fyrir. Hann er trausti rúinn, almenningur sér í gegnum hann. Það er staðreynd að hann þáði það sem að honum var rétt af þessum mönnum sem settu Ísland á hnén og heimilin á vonarvöl.

Æ sér gjöf til gjalda.  

Á sama tíma nýttu Baugsmenn sér til hins ýtrasta 365 miðlana til skoðanamyndunnar almennings og að heilaþvo fólk. Góður maður sagði við mig snemma árs 2007 að búið væri að "bjánavæða" þjóðina, að 70% íslendinga væru bjánar. Þessi hópur léti teyma sig hvert sem er, gagnrýnislaust, algerlega heilaþveginn, stjórnað af örfáum mönnum sem í krafti illa fenginna peninga réðu yfir fjölmiðlum sem blygðunarlaust væri notaðir til skoðunarmyndunar og glansmyndargerðar. 

Ef einhver stæði upp og mótmælti væri hann umsvifalaust keyrður niður í svaðið af fjölmiðlunum, mannorðslaus og aumkunarverður af öfundssýki. 

Þetta reyndist rétt, því miður. 

 

HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ? 

Hafið góðann dag.


Bloggfærslur 12. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband