11.3.2009 | 00:30
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Kæru landar hér kemur
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Skylduáhorf fyrir alla sem vilja sjá beinharðar sannanir fyrir vinnubrögðum auðmanna íslands við að sölsa undir sig fyrirtæki með blekkingum og fölsuðum gögnum gagnvart bönkum, kauphöllinni og íslenskum fjölmiðlum.
Um helgina birtust fréttir af 500.000.000.000 króna lánum til eigenda KB banka. Áður hefur komið fram að eigendur Glitnis banka skulda í einungis 3 fyrirtækjum sínum, þ.e. Baug Group, Stoðir hf. og Landic Property um 900.000.000.000 krónur. Morgunblaðið hefur birt fréttir af hundruðum eignarhaldsfélaga stofnuðum á Tortola eyju og öðrum skattaskjólum sem eru í eigu íslenskra auðmanna.
Eva Joly segir það algeran brandara að einungis 4 starfsmenn séu við störf við að rannsaka hrunið hjá hinum sérstaka saksóknara. Hvenær vaknar hin íslenska þjóð og krefst þess að menn verði leiddir út í járnum, eignir frystar og húsleitir gerðar til að komast yfir þessar hundruðir þúsundir milljóna sem þessir sjálfskipuðu viðskiptasnillingar hafa komið undan á erlenda bankareikninga ???
Hvar eru verkalýðsfélögin ?
Hvar eru launþegasamtökin ?
Hvar er ríkisvaldið ?
Framundan eru alþingiskosningar og seðlabankastjóri segir hundruði eignarhaldsfélaga tengjast háttsettum aðilum í samfélaginu einnig stjórnmálamönnum.
Eiga íslendingar virkilega að ganga til kosninga án þess að helstu ráðamenn þjóðarinnar geri hreint fyrir sínum dyrum ???
HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ???
Eru menn virkilega hissa á því að íslenskt samfélag sé hrunið ?
Eins er hægt er að fræðast betur um málið á síðuni minni.
Hafið góða kvöldstund.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)