Jón Ásgeir með hæstu laun íslenskra ríkisstarfsmanna !
Tryggvi Jónsson var settur í Landsbankann til að gæta hagsmuna Baugs. Upp komst um leynimakkið og Tryggvi látinn fara.
Bankstjórn Nýja Landsbankans hefur ákveðið að sniðganga vilja ríkisstjórnar Íslands og frestað því að auglýsa stöðu bankastjóra bankans fram á haust.
Nú segja breskir fjölmiðlar frá því dag að skilanefnd Landsbankans hafi samið við Jón Ásgeir, stærsta hluthafa Baugs að hann sitji áfram í stjórnum þeirra fyrirtækja sem Baugur á hlut í og þiggi fyrir um 20,000 Sterlingspund á mánuði fyrir sem greiðist þá úr sjóðum ríkisbankans , Landsbankanum sem í dag er eigandi þessara hlutabréfa.
Jafnframt fær hann einkabíl og aðgang að þyrlu í Bretlandi sem greiðist úr sjóðum skattborgara íslands.
Rétt er að taka fram að Baugur er bara fjárfestingarfélag sem á hlutabréf í Breskum fyrirtækjum sem AÐRIR einstaklingar reka og stjórna þótt eflaust geti þeir tjáð sig á stjórnarfundum um reksturinn eins og gengur og gerist.
Það hefur komið fram að Landsbankinn hyggist ekki selja eignir Baugs í Bretlandi næstu árin og því ljóst að tekjur Jóns Ásgeirs af þessari stjórnarsetu hleypur þá á hundruðum milljóna króna þar sem árstekjur hans frá íslenska ríkinu verða 240,000 sterlingspund ásamt því að fá greidd stjórnarlaun frá hverju fyrirtæki fyrir sig eins og gengur og gerist með stjórnarlaun frá fyrirtækum almennt.
Jón Ásgeir Jóhannesson er því orðinn hæst launaðsti starfsmaður Íslenska ríkisins og fær greitt um 40 milljónir á ári frá íslenska ríkinu ásamt fríðindum.
Jón Ásgeir er því með svipuð laun og forsætisráðherra og forseti íslenska lýðveldisins.....samanlagt.
Guð blessi Ísland !