Afskrifa tæpa þúsund milljarða eða öllu heldur eitt stykki Kárahnjúkavirkjun

Þessar fréttir eru sláandi og maður spyr sig hvað voru menn að gera í vinnuni. Það er alveg á hreinu að þeir stjórnendur sem fengu hundruði miljóna í laun hjá Kaupþing banka verða að vera dregnir til ábyrgðar í þessu máli þeir voru allavega á launum til að bera ábyrgð ekki satt. Hér er fréttin sem birt var á Mbl.is í morgun.

''Spurður hvers konar lán þetta séu segir Ólafur að um sé að ræða lán til einstaklinga og fyrirtækja. Bæði sé um innlenda og erlenda aðila að ræða.

Við stofnun Nýja Kaupþings voru 935 milljarðar króna færðir á afskriftareikning. Fyrir voru 19 milljarðar á afskriftareikningi. Samtals er því gert ráð fyrir að 954 milljarðar af lánum sem veitt voru í gamla Kaupþingi fáist ekki endurgreiddir.''

 


Látum ekki deigan síga - höldum andófinu áfram!

þetta ritar Lára Hanna ein sú öflugasta bloggkona landsins, og þá spyr maður hvað er næst? Gæti það verið Forseti Íslands, hurðaopnari fjárglæframanna og klappstýra auðdóna Ólafur Ragnar Grímsson sé næstur !!!! Er ekki málið að láta hann vita að þjóðinn er ekki sátt við hans framkomu og nú sé tíminn til að axla þá ábyrgð sem sannur heiðursmanni sæmir pakka niður og koma sér úr landi strax kanski með næstu Icelandexpress vél til London. Ólafur minn þeir eru allir þar fjárglæfravinir þínir er ekki málið að taka trylltan stríðsdans með þeim hrægömmum sem ætla sér að eignast allt á Íslandi fyrir lítið sem ekkert og láta íslensku þjóðinna borga lánin sem á henni hvílir.  Ég bara spyr. 

Bloggfærslur 7. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband