Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki getað komið í veg fyrir Icesave klúðrið.

Getur það verið að þetta sé rétt hjá  Ingimundi seðlabankastjór, það kæmi mér allavega ekki á óvart það er eins og yfirmenn sem réðu ríkum í Landsbankanum hafi ekki getað sagt satt. Ég skrifaði um þetta  í grein minni  '' Traust og trúðverðuleiki '' sem birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 30 janúar. Getur það verið að öll þessi pesónulega árás á einn mann Davið Oddson sé á misskilningi byggt? Ætli það sé ekki ráðlegt fyrir alla að fá upp á borðið allann sannleikann áður en menn koma með þá sleggjudóma og halda að víkja mönnum úr seðlabankanum lagi allt.  Mín skoðun er að ef einhver opinber starfsmaður hefur tekið beinan þátt í útrás þessara fjárglæframanna þá er það Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hann þarf að víkja og það STRAX. 

Hér fyrir neðan er fréttin sem birt var á Visir.is   

''Þetta kemur fram í erindi sem Ingimundur átti að flytja í málstofu hjá finnska seðlabankanum í dag. Það er jafnframt athyglisvert í umfjöllun Ingimundar um Icesave að svo virðist sem bankastjórar Landsbankans hafi beitt Seðlabankann blekkingum s.l. vor þegar þeir sögðust vera að koma Icesave yfir í breskt dótturfyrirtæki bankans.„Seðlabanki Íslands taldi eindregið að innlánastarfsemi bankanna ætti að vera í dótturfyrirtækjum fremur en útibúum, þ.m.t. að innlánastarfsemi Landsbankans í Lundúnum yrði færð í dótturfyrirtæki bankans," segir Ingimundur.„Unnið var að undirbúningi þessa í Landsbankanum snemma árs 2008 og var Seðlabankanum greint frá því hvað til þyrfti og hve langan tíma það tæki. Af viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans taldi Seðlabankinn mega ráða að það ferli væri þegar hafið sl. vor. Í júlí kom á daginn að svo var ekki." Ingimundur segir síðan: „Þótt afstaða Seðlabankans væri skýr, hafði hann ekki vald til þess að knýja fram breytingar eða gera kröfur og raunar var svigrúm annarra íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað innan gildandi laga sem falla að laga- og regluverki Evrópusambandsins."Annar athyglisverður punktur í erindi Ingimundar er að um mitt ár 2008 brást Seðlabanki Evrópu hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu. Lánin höfðu verið tekin grundvelli reglna bankans um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki í löndum myntbandalagsins. Evrópski seðlabankinn krafðist þess að íslensku bankarnir endurgreiddu á skömmum tíma verulegan hluta þeirrar fyrirgreiðslu sem þeir höfðu nýtt sér í góðri trú. „Að hluta a.m.k. voru endurgreiðslurnar fjármagnaðar með innlánum í erlendum útibúum. Snemma í október tilkynnti Seðlabanki Evrópu um há og tafarlaus veðköll á tvo íslensku bankanna sem hefðu leitt þá umsvifalaust í þrot. Fréttir af því fóru víða," segir Ingimundur. „Af ástæðum sem ekki voru skýrðar féll bankinn frá veðkallinu á síðustu stundu þrátt fyrir að Seðlabanka Íslands hefði verið tjáð að slíkar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu væru óafturkallanlegar." 

Snilldarpistill Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttaritara útvarpsins í London.

Þessi þáttur í dag sem Sigrún flutti á rás 1 í spegllinum er algjört must að hlusat á.

 http://www.ruv.is/heim/vefir/ras1/spegillinn/

Sigrún fjallar í síðasta pistli um Eignarhaldsnetið að baki Baugi. Meginreglan þar virðist hafa verið, þeim mun flóknara, þeim mun betra. Þarna er meðal annars vikið að þeirri frægu eyju Tortolu í Karíbahafi – sem sumir virðast eiga erfitt með að muna.

Segir meðal annars í pistli Sigrúnar:

Í viðtali í Silfri Egils í haust kannaðist Jón Ásgeir Jóhannesson ekki við nein Tortólufyrirtæki. Jón Ásgeir hefur kannski ekki rekið minni til hvernig farið var að við stofnun ‘Baugs Holding’ og fleiri Lúx-félaga hans. Það má til sanns vegar færa að peningarnir sjálfir fara ekki til Tortólu heldur er þetta Tortólukerfi nokkurs konar peningaveita sem skilar peningum sporlaust þangað sem síðan er hægt að ráðstafa þeim. Skömmu eftir skráningu ‘Baugs Holding’ eru skráðir stjórnendur þeir Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson. Þeir tveir síðastnefndu eiga einnig eignarhaldsfyrirtæki skráð í Lúxemborg. Lúx-fyrirtæki Hreins tengjast ýmsum kaup-og-sölufléttum í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Saga ‘Gaums Holding’ liggur líka um Tortólu. Tvö fyrirtæki þar, sem Kaupþing í Lúxemborg notaði síðar, stofnuðu tvö félög með frönsku nafni í júní 1998. Síðar breyttu þessi félög um nafn, annað varð ‘Gaumur Holding’. Merkilegt að hitt félagið varð ‘Meidur Holding’. Meiður á Íslandi varð síðan að Existu. Í kringum þetta upphaf hafa sprottið ýmsar getgátur um rússnesk tengsl en engin þeirra virðist haldbær.

Það er þetta sem maður er búinn að vera segja í mörg ár þeir kunna ekki að segja sannleikann.


Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband