'' You ain´t seen nothing yet ''

Þetta voru orð Forseta ykkar Ólafs Ragnar Grímssonar ekki alls fyrir löngu, hann veiti drengnum Útflutningsverðlaun frá íslensku þjóðinni þar sem Baugi var þakkað fyrir eitthvað sem ekkert var. Nú svo fékk KB banki sömu verðlaun nokkrum árum áður þar sem þeim var þakkað fyrir hina snilldar útfærðu útrásar, kjark og þor fjárglæframanna,

Hvernig væri nú ef Forseti Íslands ,hurðaopnari fjárglæframanna og klappstýra auðdóna, tæki sig til og segði af sér? Ekkert að því að slá tvær flugur í einu höggi andrúmsloftið myndi lagast mikið hér heima ef þeir tveir kæmu sér til Bretlands með næsta flugi.

 Eru mótmælendur ekki aðgerðarlausir þessa dagana? er ekki málið að mæta til Bessastaða og láta Forsetann vita að Baugi Group vantar klappstýru til Bretlandi.


Tryggvi Jónsson og Landsbankinn

Getur það verið að brottför Tryggva Jónssyni úr Landsbankanum og afsögn fyrrum Viðskipta-og bankamálaráðherra Björgvini G. Sigurðsyni hafi spilað eitthvað inn í þessa ákvörðun skilanefndarinnar Landsbankanns. Þetta gerist furðu fljótt eftir að Björgvin G. Sigurðsson og Tryggvi Jónsson fara frá, nýr Viðskiptaráðherra ber ábyrgð á nefndinni og afar ólíklegt að drengurinn hafi jafna góðan aðgang að þeim nýja Viðskiptaráðherra og hinum tveim flóttamönnunum sem nú eru vonandi hvergi nær bankanum.

Jón Ásgeir kennir Davíð um fall Baugs

''Ja það hringdi nú í mig maður í gærkvöldi í innsta koppi í Sjálfstæðisflokknum og sagði að það hefði verið skýlaus krafa af Davíð Oddssyni að Baugur færi á undan honum.''  Er drengurinn ekki með öllum mjalla, er ekki málið drengur að taka einu sinni ábyrgð á sínum eigin gjörðum í staðin fyrir að kenna alltaf Davíð um allt sem misfer í þínum málum. Please grow up Jón Ásgeir!!!!!!


Baugur í greiðslustöðvun

'' Baugur Group hf. og nokkur dótturfélaga þess, þ.á m. BG Holding ehf., fóru í morgun fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. Þetta er gert til að vernda eignir fyrirtækjanna sem og allra lánardrottna þeirra''  Getur verið að þeir séu búnir að koma því þannig fyrir að Hagar sem eiga meðal annars Bonus og Hagkaup þurfi ekki að standa skil á sínum lánum. Er það huggsanlegt að Gaumur sem er í eigu þessara fjölskyldu sé búinn a koma þessum eignum undan með einhverjum fimleikum eða sjónhverfingu að hætti Jón Ásgeirs og Tryggva Jónssonar. Það er eins gott fyrir Landsbankann að skoða þessi mál vel þar sem þeim er trúað til alls.   


Bloggfærslur 4. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband