21.2.2009 | 13:44
Á að nauðga íslensku þjóðinni eina ferðina enn.
Eftir lestur frétta undanfarna daga verður maður alltaf meira og meira gáttaður á því sem gerst hefur hér á landi. Hér hafa örfáir einstaklinga keyrt allt í þrot og finnst ekkert af því sem þeir hafa framkvæmt koma sér við eða bera á því nokkra ábyrgð. Það ótrúlega við þetta allt saman er að þeir ganga enn allir lausir og með allt það sem þeir hafa stolið úr íslenska bankakerfinu eins og ekkert hafi gerst. Nú er svo komið að ríkisstjórnin er farin frá og ný komin í staðinn en hún var búin til af forseta ykkar, hurðaopnara fjárglæframanna og klappstýru auðdónanna, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann situr enn á Bessastöðum með 32% atkvæði þjóðarinnar á bak við sig og sendir frá sér skilaboð út í heim þar sem menn standa á öndinni yfir orðum hans og hrista höfuðið, er hann ekki í standi þessi maður. En þetta er allt saman einhver miskilningur, segir hann svo aftur og aftur. Er ekki málið að pakka niður og koma sér til London þeir eru þar allir vinir þínir fjárglæframennirnir sem settu hér allt á hliðina.
Mér blöskrar að sú ríkisstjórn, sem nú situr og var ekki kosin af fólkinu heldur búin til af forseta ykkar, klappstýru auðdónanna, ætlar að taka allt vald í sínar hendur og svipta Alþingi því hlutverki að vera stjórnarskrárgjafi. Þessi nýja ríkisstjórn hyggst gera róttækar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en ætti umfram allt að umgangst hana af virðingu. Ég vona að þjóðin sé að átta sig á því hvað er að gerast fyrir framan nefið á henni.Annað sem þessi umboðslausa ríkisstjórn stendur nú fyrir, í skjóli valdsins sem forseti ykkar, klappstýra auðdónanna, veitti þeim eru hreinsanirnar í Seðlabanka Ísland. Það gengur svo mikið á að koma einum manni út út bankanum að annað eins hefur ekki sést. Er ekki betra að draga dúpt andann og vanda vinnu sína? Ekkert gott mun leiða af þessu offorsi.
Ekki láta glepjast af þeim áróðri sem gengið hefur yfir landið eins og versta pest í boði Baugsmiðlanna og ástkæru vina þeirra, Samfykingarinnar, sem bar alla ábyrgð á bankamálum landsmanna síðastliðin ár og því meigum við ekki gleyma.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)