20.2.2009 | 13:02
Sjónhverfing í Héraðsdómi Reykjavíkur í boði Baugs.
Það er ótrúlegt að lesa Morgunblaðið í morgun um þann málflutning sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar var verið að fara yfir kaupin og söluna á bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Hér eru starfsmenn Baugs og nánir félagar Jóni Ásgeir Jóhannessyni í FL Group og Glitni á ferð eina ferðina enn að snýta þjóðinni, þeir Stefán Hilmarsson fyrr um endurskoðanda hjá KPMG sem sá um öll bókhaldsmál Baugs þar á bæ og fyrirtækjum tendum þeim og sem nú starfar sem fjármálastjóri Baugs Group og sérstakur aðstoðarmaður forstjóra Baugs Group í dag , Pámi Haraldsson í Fons og einn eiganda FL Group og Baugs Group og svo má lengi telja, Magnús Ármann einn eiganda FL Group og stjórnarmann í því félagi, Sigurður G. Gujónsson lögmann og náin vin þessara fjárglæframanna og svo Karl Georg lögmann og einn besta vin Magnúsar Ármans tala um að þeir vissu ekki hver var að kaupa og hver var að selja bréfin í Sparisjóðinum og á hvaða gengi þeir voru að kaupa eða selja þessi bréf. Bíddu við hvaðan komu peningarnir fyrir þessum gjörning? Jú frá A - Holding í Lux og hver átti A - Holding ? Gæti það verið Baugur og Jón Ásgeir Jóhannesson? BINGO mikið rétt. En svona gerast kaupin á Eyrini þó þessir háu herrar reyna að telja okkur hin um annað. En þetta kalla ég Sjónhverfingu eins og hún gerist best.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)