Kaupþing með handveð í Högum.

Getur verið að enn einn snúningur hafi verið tekin á þjóðinni ?  Það kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag að um mitt árið 2008 hafi þessir snillingar hjá Baugi stofnað enn eitt fyrirtækið í vibót við öll hin sem þeir eiga en það heitir víst 1998 ehf ( hverning ætli póstkassinn á Túngötu 6 lítur út). Þetta nýja fyrirtæki á að hafa fengið lán frá Hreiðari Má og Sigurði Einarsyni persónulegum vinum sínum í Kaupþing banka. Lán þetta var gefið gegn handveði í Högum og á firsta greiðslan ekki að fara fram fyrr en eftir 2 ár.  Jóhannes Jónsson hefur stafest það opinberlega að þetta félag er ekki í vanskilum enda ekkert skrítið,  það hefur ekki borgað neitt og þarf ekki að borga neitt fyrr en eftir 2 ár. Eru menn ekki heppnir að eiga svona vini ? Þeir geta núna rekið fyrirtækið sitt í 2 ár án þess að þurfa að borga eina krónu í greiðslu fyrir þessi lán, semsagt haldið áfram að ryksuga fé af almenning og stungið þeim í vasann. Nú spyr sá sem ekki veit hvaða fyrirtæki á Íslandi geta farið inn í bankakerfið og gengið út með háar fjárhæðir án þessa að þurfa að greiða fyrir það eina krónu fyr en eftir tvö ár ? Og hver á svo að borga af þessum lánum ef þeir missa þetta út úr höndum sér? Ætli þetta lendir ekki líka á þjóðinni og ekki meigum við gleima því að í hvert skipti sem þú verslar í Bónus þá fara auranir í vasa þeirra feðga en ekki til endurgreiðslu þessara lána sem þeir fengu fyrir 8 mánuðum úr Kaupþing Banka.  Það er ekkert skrítið að Jóhannes Jónsson og fjölskylda geti verið á skíðum í Frönsku Ölpunum þessa dagana en á meðan logar allt hér heima.  

Bloggfærslur 19. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband