''Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir''

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hannesi Smárasyni manni ársins 2006 í viðskiptalífinu

samkvæmt niðurstöðu (Jóns Ásgeirs)dómnefndar Markaðarins, viðskiptablaðs (Baugs)Fréttablaðsins.

Gæti þetta ekki verið fyrirsögnin á morgun ? En þessi frétt var í Morgunblaðinu 27.10.2008

''Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að hann ætli að leggja sitt fé í að byggja Ísland upp að nýju. Óhætt sé að segja, að of hratt hafi verið farið í útrás íslenskra fyrirtæka og fyrirtæki hafi verið stækkuð án nægilegrar undirbyggingar.

Hannes sagði að illa væri komið fyrir þjóðinni og allir yrðu að leggjast á sveifina og koma henni á fæturna aftur. Hann hefði allar eignir sínar undir í því verkefni.''

Ætli Hannes Smárason sé lost á Tortola eyjum ? 

Ég bara spyr.


Bloggfærslur 12. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband