Kastljós, miðvikudaginn 11. febrúar 2009

Þeir sem mistu af Kastljósi í kvöld ættu að fara inn á www.ruv.is og horfa á Þóru Arnórsdóttir tala við Mats Josefsson, formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Þar staðfesti hann svo ekki um munar hverjir bera ábyrgð á þessu banka hruni, en að sjálfsögðu eru það stjórnarmenn og forstjórar íslensku bankana og eingin annar.Hvar er Sigurður Einarsson ?Hvar er Hreiðar Már Sigurðsson ?Hvar er Bjarni Ármansson ?Hvar er Lárus Welding ?Hvar er Sigurjón Þ Árnason ?Hvar er Halldór J. Kristjánsson ?Hvar er Ólafur Ólafsson ?það mætti halda að allir þessu háu herrar hafi dottið af jarðkringluni okkar. Ég auglýsi hér með þeim sem geta veitt okkur hinum upplýsingar um hvar þessu fjárglæframenn er að finna. Þetta eru þeir snillingar sem bera ábyrgð á því bankahruni sem reið yfir íslensku þjóðinna og nú þarf hún að borga fyrir ákvarðantöku þessara manna.  

''Annaðhvort eruð þið með okkur eða á móti okkur''

Þetta sagði fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Gorge W Bush eftir innrásina í Írak og Þórir S. Göndal fyrrverandi fisksali í Flórída skrifar um í grein sinni ''Gull í bankahruni'' sem birt er í Mogganum í dag. Það er hárrétt hjá honum annaðhvort eruð þið með okkur( Baugi og Samfylkinguni eða Davíð og Sjálfstæðisflokknum) ekki fer á milli mála að langflestir ákváðu að ganga þeim höndum sem keyrt haf allt hér i þrot. Þær fréttir sem fluttar eru af landi okkar og þjóð erlendis þessa síðustu daga eru ekki glæsilegar þökk sé Forseta ykkar hurðaopnari fjárglæframanna og klappstýra auðdóna Ólafur Ragnar Grímsson sem nú telur allt vera einhver misskilningur (nema hann sjálfur). Hanns framkoma við íslensku þjóðinna í öllu þessu banka og útrásar eða öllu heldur hryngrásarfalli er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og tel ég því fyrr sem hann tekur pokann sinn og kemur sér til London því betra fyrir íslensku þjóðinna. Ég skora á Hörð Torfason að hringja í vin sinn Bubba Morthens og Egó til að fá hann til að halda stórtónleika á Bessastöðum næstu helgi.

Bloggfærslur 11. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband