10.2.2009 | 10:43
Hagkerfi bíður skipbrot !!!!!
Ég las þessa ágætu grein í nótt eftir nafna minn Jón Daníelsson og Gylfa Zoego. Þar kom margt athyglisvert fram þó fanst mér hún nokkuð tvíbend á nokkrum stöðum. Sú spurning sem kom first upp í huga mér var HVAR VORU ÞIÐ ÁRIÐ 2004, 2005, 2006 OG 2007 ÞEGAR ALLT ÞETTA GEKK YFIR. Á þessum árum var meðal annars Jónína Ben og ég að benda á þessa fjárglæframenn, lánasvall víðtækt krosseignarhald og lán til skúffufyrirtækja og skyldra aðila svo má lengi telja en hvað gerði þorri þjóðarinnar og allir þessir sérfræðingar sem nú allt í einu birtast fram á sjónarsviðið jú þeir leit í hina áttina. Allir þessu sprenglærðu menn voru hvergi sjáanlegir og flestir af þeim tóku þátt í þessari veirslu. Það er oft gott að vera vitur eftir á en stundum er það of seint og það er svo sannarlega í þessu tilfelli. Núna beinast öll spjótin að Seðlabankastjóra Íslands en hvað með Forseti ykkar Ólafi Ragnar klappstýra auðdóna sem tók beinan þátt í þessari veirslu, getur ekki einhver bent Herði Tómassyni á hvar hann býr og vinnur svo hægt sé að berja potta og pönnur á hans vinnustað. Eins er athygglisvert að í grein Jóns og Gylfa kemur skýrt fram að yfirmaður banka og eftirlitstofna á Íslanda og þá er ég sérstaklega að tala um Fjármálaeftirlitið var ekki að sinna sínu starfi ef ég er ekki að fara með rangt mál þá var hann Samfylkingarráðherra og nú er sú fylking allt í einu komin í skipstjórastólinn og farin að stýra skútuni þetta er allt frekar dapurlegt að horfa upp á.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)