11.10.2009 | 17:40
VARÚÐ HÆTTA Á FERÐ. Nú er auglýsingarherferð frá Iceland Express um ódýrar flugferðir til New York sumarið 2010.
Um daginn fór FONS í gjaldþrot og nema skuldir félagsins tugi þúsunda milljóna króna enda Pálmi Haraldsson í samkrulli með Baugsmönnum alla sína tíð - kröfur Glitnis í þrotabú FONS hleypur á tug þúsundum milljónum króna.
Það er allt glatað fé þar sem engar tryggingar eða veð voru fyrir hendi.
Þegar Sterling flugfélagið stefndi í þrot - var gripið á það ráð að auglýsa grimmt í dönskum fjölmiðlum um nýjar ferðir og ódýr flugsæti....tugþúsundir Dana létu blekkjast og keyptu sér ferðir.
Sterling fór svo í þrot sem eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur.
Um 40.000 Danir misstu þar með flugsætin sín og sumarfríin sín.
Um það má lesa hér:
http://ekstrabladet.dk/nationen/article1076622.ece
Stuttu fyrir gjaldþrot Fons, ákvað Pálmi Haraldsson að taka Iceland express útur Fons og setja í annað félag í hans eigu.
Nú er auglýsingarherferð frá Iceland Express um ódýrar flugferðir til New York sumarið 2010.
og þúsundir íslendinga eru að kaupa sér ferðir og ljóst að Iceland Express fær verulegar tekjur Í DAG FYRIR FERÐIR SEM Á AÐ FARA Í SUMARIÐ 2010 !!!
TREYSTIR FÓLK ÞVÍ AÐ ICELAND EXPRESS MUNI LIFA AF NÆSTU 12 MÁNUÐI ?
FORSAGA PÁLMA HARALDSSONAR OG STERLING SVIKAMYLLAN ÆTTI AÐ KENNA FÓLKI AÐ FARA VARLEGA AÐ TREYSTA ÞESSUM MÖNNUM.
ÞVÍ ÞAÐ FÁST ENGAR ENDURGREIÐSLUR EF ICELAND EXPRESS FER Á HAUSINN !!!
Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast
Jón Gerald Sullenberger.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)