24.1.2009 | 21:19
Skyldulestning grein Einar Má á blaðsíðu 28 í Mbl í dag.
Þetta er frábær grein sem Einar Má Guðmundssonar skirfar í Morgunblaðið dag Sunnudaginn 25 Janúra á blaðsíðu 28 '' EKKERT ÓEÐLILEGT VIÐ ÞAÐ '' Rithöfundur svarar spurningum athafnamanns.
Þessi grein er algjör skyldulestning og fær mann til að brosa þó um mjög svo alvarlega hluti er að ræða.
Þjóðinn má ekki taka sjónar af þeim aðilum sem voru gerendur í þessu bankahruni og settu all hér á hliðina. Er ekki nær að mótmælendur fari fyrir utan hús Hannesar Smárasonar, Jón Ásgeir Jóhannessonar, Hreiðar Már, Sigurðar Einarssonar, Bjarna Ármanssonar, Ólafs Ólafssonar, Sigurjóns Árnasonar og svo má lengi telja.
Tjónið sem þjóðinn hefur orðið fyrir er nógu mikil að ekki er það bætandi að nú skuli fólkið í landinu farið að skemma sínar eigin eigur og ég tala nú ekki um allan þann kosnað sem verður við þau þrif sem þurfa að fara fram á hverjum degi á Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu, allt er þetta greitt úr ríkissjóð með skattpeningum okkar.
Mæli með að við fáum uppgefið hvar þeim sem það vita hvar þessir fjárglæframenn búa og söfnumst þar saman til mótmæla.