23.9.2009 | 16:31
BARBABRELLUR Kaupþing banki og Baugs Group með fyrirtækið Haga á Íslandi
Kæru Íslendingar, Myndböndin okkar um þá snúninga Baugs mann hafa fengið frábærar mótökur á youtube, það var sett saman svona til gamans stíl enda þessar fréttir af öllum útrásar Group fyrirtækjunum Íslendinga undanfarin misseri reyfarakenndar og ekki batnar það með fréttum dagsins. Nú er komið frá okkur nýtt myndband sem sýnir BARBABRELLUR Kaupþing banki og Baugs Group með fyrirtækið Haga á Íslandi sem á og rekur meðal annars Bónus, Hagkaup,10/11 og Húsasmiðjuna. Íslensku bankarnir og Lífeyrisjóðir landsins lánuðu Bónus feðgum fyrir uppbyggingu Baugs Group, nú á að skylja allar skuldir Baugi Group eftir fyrir Íslensku þjóðina að borga. Þeir eru búnir að taka mjólkurkúnna út úr Baugi Group Haga sem á og recur Bónus, Hagkaup og 10 / 11fyrir sig að hafa sem vasapening því ekki veitir af, það er dýrt að reka lúxus lífstíl sinn í London og New York. Gjaldþrot Baugs er uppá 317 ÞÚSUND milljónir sem gera um 1 MILLJON á hvert mannsbarn á Íslandi.
Aðaleigandi þess stjórnar enn öllum fjölmiðlahluta Baugs ásamt öllum íslensku verslunum og býr nenn í 24 milljón dollara penthouse íbúð í dag, í New York í boði Íslensku þjóðarinnar.
Exista skuldar um 160 ÞÚSUND milljónir en aðaleigendur þess tóku lán frá Exista til að kaupa verðmætustu eign þess til síns sjálfs - Bakkavör. Þar með eru ÖLL félögin sem tengjast þessum snillingum gjaldþrota. Baugur, FL Group/Stoðir, Fons, Northern travel holding, Teymi, 365 o.sv.frv. og skilja eftir sig skuldir uppá hundruðir þúsundir milljónir. Þeir ganga allir um bæinn eins og ekkert af þessu komi þeim við, ætli þeir fái virkilega að halda öllum villunum sínum, lúxusbílum, leiktækum sínum sem þjóðin situr uppi með að þurfa borga að lokum!
Nýja myndbandið má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=gVjR6SPEPpE Hægt er að nálgst fyrri myndbönd á www.baugsmalid.is Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.
Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast
Með fyrirfram þökk og góðan dag.
Kveðja í bili. Jon Gerald Sullenberger