Ræða Davíðs Oddssonar.

Ekki er hægt að segja annað en ræða Davíðs Oddssonar hafi vakið mikla athygli enda var hún frábær í alla staði og bráðfyndin, allt það sem þar kom fram er hárrétt hjá honum. Það er þess vegna sem margir eru ekki sáttir við hana og reyna að snúa út úr henni eins og til dæmis að hann hafi líkt sjálfum sér við Jesú Krist.

Nú er ég búinn að hlusta á ræðu hans tvisvar og það eina sem ég fæ út úr þessu hjá honum er að hann er að  líkja sjálfum sér við ræningjana sem voru krossfestir um leið og Kristur og sagði eitthvað á þá leið að þá hefði átt að taka tvo óbótamenn af lífi og einn saklausan en nú hefði einn skúrkur verið negldur og tveir menn sem ekkert hefðu til saka unnið fengið að fara með honum. Meiningin var frekar augljós – Davíð þótti hart að ákafi ríkistjórnarinnar að losna við sig úr embætti seðlabankastjóra skyldi bitna  á Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni með þeim hætti sem raun er á orðin.

Ætli maður þurfi ekki að vera með sólrauða eyrnatappa til að heyra einkvað annað en það sem hann sagði, hvers vegna skyldi fréttamenn snúa út úr henni og segja rangt frá?  Er hann svona yfirgengilega skilningssljór og fávís?

 

Það sem kannski vantaði í þessa umræðu alla er að Davíð Oddsson staðfesti í ræðu sinni að Ingibjörg Sólrún hafi ekki getað treyst Össuri og Björgvini fyrir þeim vandamálum sem að bönkunum steðjaði.

Er þetta ekki meira fréttnæmt heldur en þessi steypa með Jesús Krist sem hélt ekki vatni.

 

Maður bara spyr sig.

 

Ég skora á ykkur að horfa á myndbandið og helst tvisvar því hún er stórmerkileg þessi ræða Davíðs.

 

 http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

 

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

Góða kvöldstund.

 

 

 


NATO hefur ekki enn tekið ákvörðun um hver tekur við embætti framkvæmdastjóra bandalagsins

Er ekki málið að senda á þá símanúmerið hans Steingrímur J. Sigfússon  Hann er nú einu sinni BARA Fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Er nokkuð því til fyrirstöðu að hann taka að sér að verða framkvæmdastjóri NATO líka.

Ég segi nú bara svona.


mbl.is Engin niðurstaða hjá NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt einkaþotu sína eða hvað?

Það kemur farm að einkaþóta Jóns Ásgeir Jóhannessonar eða öllu heldur Íslensku þjóðarinar sé enn skráð á  BG AVIATION LTD C/O BAUGUR UK LTD 27. Mars 2009.  Ef þessi vél á að hafa verið seld fyrir mánuði síðan eða svo hvað er hún þá enn að gera undir nafni BG AVIATION LTD.

 Nú spyr sá sem ekki veit.

GINFO Search Results

This page contains the complete aircraft details from the UK register.
      Data Extracted
27/03/2009 21:00
 
G-INFO Record Number: 1 of 1

Registration Details

Mark:G-OJAJCurrent Reg. Date:30/11/2007
Previous ID:NEW FRANCEDe-Reg. Date:
Status:RegisteredTo:
Select this link to view the Full Registration History of this aircraft
 

Aircraft Details

Manufacturer:DASSAULT AVIATION
Type:FALCON 2000EX
Serial No.:132
ICAO 24 bit aircraft address:Binary: 0100_00_000_001_00_1011010001
Hex: 4012D1
Octal: 20011321
Popular Name:FALCON 2000
Generic Name:2000
Aircraft Class:FIXED-WING LANDPLANE
EASA Category:CS-25: Large Aeroplane
Engines:
2:   2 x PRATT & WHITNEY CANADA PW308C

 
MTOW:19142kgTotal Hours:Year Built:2007
CofA / Permit:EASA Certificate of AirworthinessValidity Expiry:29/11/2009
ARC Issue Date:30/11/2008ARC Reference:059543/001/001
 

Owner Details

Ownership Status:Owned
Registered Owners:
BG AVIATION LTD
C/O BAUGUR UK LTD
89 NEW BOND STREET
LONDON
W1S 1DA
 
 
 

Third Party Insurance Information

Insurance Evidence Verified Date:No detailsDate of "No Flight" Declaration:None
Select this link for an estimate of the Minimum Insurance Requirements for this aircraft
 

Margar sjónhverfingar hef ég séð og það kæmi mér ekki á óvart að við eigum eftir að sjá nokkrar í viðbót frá þessum mönnum, þetta eru vanir menn og kunna sitt fag.

Heilbrigð skynsemi óskast

Stefnumál stjórnarflokka ríma saman sem eru eingar.

Ég hef verið að fylgjast með fréttum af landsfundi stjórnmálaflokkanna og hef ég verið að leita af því hvernig þeir og reyndar allir þessir flokkar ætla að koma íslensku þjóðini út úr þeim ógöngum sem hún er komin í.  Það eina sem komið hefur fram er að á heildina litið eru málefni flokkana tveggja Samfylkingin og VG  þær sömu afla tekna með sköttum. Báðir flokkar boða aðgerðir á borð við frystingu lána og aukið tillit til skuldara við innheimtuaðgerðir hins opinbera.  

Nú spyr maður sig hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að borga skuldir Íslendinga? fyrir utan að hækka skatta fólksins í landinu. Ekki vil ég trúa því með aðild að Evrópusambandinu (ESB) séu hagsmunir Íslendinga best borgið eins og Samfylkingarmenn sögðu í gær. Það þarf að borga skuldir ekki fáum við þær feldar niður ef við göngum í ESB. Er ekki málið að einblína frekar á hvað hægt sé að gera hér heima til að efla útflutning og fá tekur inn í landið svo hægt sé að borga þessar erlendu skuldir okkar. 

Við sendum stærsta hluta fiskafla okkar út óunnin og látum Breta og Dani vinna hann áfram í stað þess að vinna hann hér heima og senda út með mun meiri tekjum. 

Við eigum hér stór álver sem senda út fleiri þúsund tonn af áli það er síðan notað til að búa til allskyns vörur bæði í bíla og húsnæðis framleiðslu. Af hverju getum við ekki nýtt okkur þetta ál og sett hér upp framleiðslufyrirtæki og skapað bæði vinnu og tekur fyrir landið okkar í stað þess að senda þetta ál allt út í stórum klumpum og látið aðrar þjóðir hafa þær tekjur sem ella gætu skapast hér heima. 

Svo er það ferðaþjónustan hún er óendanleg þegar maður talar við útlendinga þá verða þeir eitt stórt spurningarmerki, við eigum eitt það fallegasta land, framleiðum hér frábært hráefni og landið er fullt að fagfólki í þessum geira. Ég tala nú ekki um Detox heilsumeðferð að sem hér gæti Ísland orðið heilsuland fyrir ríka og fræga í boði Jónínu Ben. 

Ekki má gleima öllu því fagfólki sem til er í hönnun og list af hverju þarf að framleiða allar þær vörur sem þetta fólk er að hanna í Kína en ekki hér heima. Tökum Finna eða Dani til fyrirmyndar og eflum íslenska framleiðslu og hættum að kaupa hana frá Kína. 

Fjölmiðlar í dag eru fullir að því sem Davíð Oddsson sagði en ekki þá umræðu sem vantaði á  landsfund stóru stjórnmálaflokkana en hún er  HVERNIG ÆTLAR ÍSLENSKA ÞJÓÐIN AÐ BORGA ERLENDAR SKULDIR SÝNAR.  

Heilbrigð skynsemi óskast.

 


"Eva Joly kostar 70 milljónir á ári" Er þetta fréttnæmt?

Þetta er fyrirsögnin hjá Visir.is

 Eigum við ekki frekar að þakka henni Eva Joly fyrir að nenna að koma hingað og hjálpa okkur að taka hér til og leysa úr þeim málum sem fyrir þjóðina blasir, því ekki leit út fyrir að við værum fær um það sjálf. (50 milljónir og 4 starfsmenn en þetta var þjóðini boðið upp á)

frétt á visir.is

              ''Áætlaður kostnaður ríkissins vegna starfa Evu Joly sem ráðgjafa hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins er um 70 milljónir á ári. Inni í þeirri tölu er allur kostnaður en hún er með aðstoðarmann á sínum snærum. Sjálf fær Eva átta þúsund evrur í laun á mánuði sem er um 1.300.000 íslenskar krónur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem starf Evu var kynnt.,,

 

Þó að við þyrftum að borga henni helmingi meira þá væri það þess virði orðstír heillar þjóðar er hér að veði. Egill Helga á lof skilið fyrir að fá hana hingað til landsins og að sjá Evu Joly á mynd með sérstökum saksóknara og skipuðum dómsmálaráðherra gefur fólki vonandi von um að réttlæti nái fram að ganga.  Það verður að gera þessi mál upp eins hratt og fljót er, ekki get ég ímyndað mér að fólk verði sátt fyrr.

Dómsmálaráðherra á eins lof skilið fyrir að hlusta á fólkið í landinu og gera einhvað í málinu.  

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.

Góða helgi.


Sú frétt sem stóð upp úr í þessari viku að mínu mati.

Þessi frétt var birt í  Morgunblaðinu í gær,eru þetta frábærar fréttir fyrir ungt fólk og þjóðina í heild. Sagt er að þetta megi þakka það forvarnarstarf og stórauknu foreldraeftirlit en það er akkúrat málið. Við sem foreldrar berum ábyrgð á að skila börnum okkar út í þjóðfélagið sem heilbrigða góða þegna og það virðist vera að takast.
Hve glöð er vor æska.
Mjög hefur dregið úr drykkju og reykingum íslenskra unglinga á síðustu árum Hækkun sjálfræðisaldurs og stóraukið foreldraeftirlit talin skipta miklu máli
REYKINGAR unglinga eru fátíðari á Íslandi en í nær öllum löndum Evrópu og hvergi drekka færri unglingar áfengi. Mjög hefur dregið úr drykkju og reykin...
REYKINGAR unglinga eru fátíðari á Íslandi en í nær öllum löndum Evrópu og hvergi drekka færri unglingar áfengi. Mjög hefur dregið úr drykkju og reykingum unglinga hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í nýrri, viðamikilli evrópskri rannsókn.

 

Umtalsvert fleiri unglingar á Íslandi hafa engin vímuefni notað um ævina en í nokkru landi í Evrópu og virðast þeir, hvað þetta varðar, draga meiri dám af jafnöldum sínum í Bandaríkjunum. Kannabisneysla íslenskra unglinga er jafnframt talsvert undir meðaltali Evrópu þótt sérstaða þeirra sé nokkru minni að því leyti en varðandi önnur vímuefni.
Góða helgi.

Krónan veikst um 10%

Krónan hefur veikst um tæpt 1% í dag og rúm 10% síðastliðinn hálfan mánuð.

Í kvöldfréttum Rúv kom þetta meðal annars fram. 

 "Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur að krónan haldi áfram að veikjast nema Seðlabankinn komi með evrur inn á gjaldeyrismarkaðinn. Eigendur jöklabréfa hafa ekki getað losað nema brot af vaxtagreiðslum úr landi,vegna skorts á evrum hér á landi.,,

 ''Krónan styrktist nokkuð um miðjan mánuðinn, 11. mars fór gengisvísitalan niður í 186 stig. En síðan hefur heldur sigið á ógæfuhliðina því við lokun markaða í gær var gengisvísitalan komin upp í 205 stig. Þannig að á hálfum mánuði hefur krónan veikst rúm rúm 10%. Reyndar hefur krónan veikst um rúm 3% gagnvart japönsku jeni og 8% gagnvart svissneskum franka en algengt er að myntkörfulán Íslendinga séu í þessum myntum.,,

 

 Nú spyr maður sig er sá gjaldeyrir sem fæst fyrir afurði okkar ekki að skila sér heim?

 

Getur verið að þeir aðilar sem selja sína afurði út séu að selja hann til eigin fyrirtækja í í Evrópu í ISK og endurselja hana svo til kaupanda hennar í Evrum?

 

Getur verið að sá gjaldeyrir komi aldrei heim eins og lög segja til um?

 

 Getur verið að útflytjendur sé sjálfir að kaupa og selja íslenskar krónur og skuldabréf?

 

Er talað um að aðilar séu að skapa sér 20% til 40% auka tekjur af þessu braski en á meðan er þjóðin að blæða út.  

 

Er þetta það sem við þurfum núna á þessum erfiðu tímum ? 

 

Heilbrigð skynsemi óskast.


Lentu í höndunum á ævintýramönnum segir Hreinn Loftsson fyrrum stjórnarmaður Baugs Group.

Þetta var haft eftir Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugs Group í Morgunblaðinu, hann hefur setið í stjórn Baugs í áraraðir og verið hægri hönd þeirra sem þar stýrðu málum með einkavæðingu bankanna.

Er verið að gera grín að okkur hinum eða hvað?

 Og þetta sagði Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group meðal annars.

„Við töldum að þetta hefði verið svo ófaglegt og pólitískt hérna árum saman og vildum breyta því. Við litum svo á að þarna væri um kjarnann í hverju efnahagskerfi að ræða og þess vegna væri mjög mikilvægt að það lenti ekki í höndunum á einhverjum ævintýramönnum. Það hins vegar blasir við núna að það er það sem gerðist“

Vef mbl.is

'' Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum?

Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn?

Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni?

Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu?

Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna?

Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?

Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki?

Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku?

Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum?

Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins?

Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina?

Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?,,

Af vef amx.is

Hreinn ætti kanski að líta sér nær.

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.


Ekki er allt sem sýnist! Nýjasta hefti Þjóðmál sem var að koma út

Ég var að lesa nýjasta hefti ÞJÓÐMÁL sem var að koma út.  Ég mæli með að allir nái sér í eintak sér til fróðleiks og ég tala nú ekki um skemmtunar því þar er margt áhugavert lesefni. Ég rakst á þennan kafla sem er á  blaðsíðu 15.  

Það er á hreinu að ekki er allt sem sýnist, þar sem nú hefur komið í ljós að Kaupþing banki hafi verið rekinn af fjárglæframönnum en ekki af fagfólki og náð að vera með sjónhverfingar og platað heila þjóð.

Eins og menn muna fékk Baugur útflutningsverðlaun forseta Íslands í fyrra. En Baugur er ekki eina útrásarfyrirtækið sem hefur fengið þá maklegu viðurkenningu. Örfáum misserum áður fékk annað fyrirtæki, Kaupþing banki, þessi sömu verðlaun.

'' Það var fámenn dómnefnd sem ákvað að verðlauna Kaupþing fyrir þátt þess í útrásinni. Við afhendingu verðlaunanna kom fram hjá nefndinni að „Kaupþing banki fær verðlaunin fyrir þann árangur sem fyrirtækið hefur á skömmum tíma náð á þróuðum mörkuðum erlendis. Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Djörfung og dugur einkenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör undanfarin ár og hefur það gegnt lykilhlutverki í fjárfestinga- og viðskiptabankastarfssemi hér á landi. Síðustu ár hefur bankinn stóraukið starfsemi sína á erlendri grundu með stofnun dótturfélaga og kaupum á fjármálafyrirtækjum.“

'' Kaupþing fær hér mikil verðlaun fyrir ákafa útrás og gríðarlegan vöxt sinn. Dómnefndin var fámenn en góðmenn og til að tryggja að fagleg sjónarmið réðu en ekki pólitískt ábyrgðarleysi og spilling, var fenginn fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í nefndina. Það var að sjálfsögðu enginn annar en Gylfi Magnússon dósent sem settist í dómnefndina og verðlaunaði Kaupþing fyrir mjög öran vöxt og ákafa útrás, alnafni Gylfa Magnússonar baráttumanns, sem hefur í snjöllum útifundarræðum krafist þess að allir þeir sem einhvern þátt áttu í að illa fór í efnahagslífinu, haldi sig fjarri öllum „björgunaraðgerðum“, og er jafnframt alnafni þess Gylfa Magnússonar sjáanda, sem fréttamenn segja jafnan að hafi séð allt fyrir, varað eindregið við útrásinni og einkum barist gegn stækkun bankanna.,,

Úr vef-þjóðviljanum 4. febrúar 2009.

Græðgi þessara manna hefur eyðilaggt orðstír heillar þjóðar.

Heilbrigð skynsemi óskast.


Sérstakur saksóknari fær 20 manna starfslið

Þessi frétt var birt á Eyjuni.is

Loksins er eitthvað gert af viti hér á þessu landi en það þurfti Norska konu til að koma viti fyrir okkur hin.

'' Fastir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins verða allt að 16 talsins, en auk þeirra munu erlendir sérfræðingar starfa með saksóknaranum.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra sagði á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag að starfsmenn embættisins gætu þannig orðið allt að 20 á þessu ári, samkvæmt endurskoðaðri áætlun um umfangið.

Eva Joly, franskur dómari og rannsóknardómari og ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í saksókn vegna bankahrunins, er væntanleg til landsins á morgun til að sögn Rögnu og verður þá fundað með henni um þessi endurskoðuðu áform, að því er kemur fram í frétt mbl.is af blaðamannafundinum.,,

 

Heilbrigð skynsemi óskast.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband