16.3.2009 | 08:32
Er hægt að segja sannleikann ? LOGOS stýrir einu stærsta þrotabúi Íslandssögunnar.
Gera má ráð fyrir að gjaldþrot Baugs sé með stærstu gjaldþrotaskiptum Íslandssögunnar. Aðspurður segist Erlendur ekki hafa verið skiptastjóri þrotabúa undanfarin ár, en hann hafi komið að skiptum sem fulltrúi kröfuhafa og unnið að öðrum hliðum gjaldþrotamála.
Völd og verkefni skiptastjóra
Þrotabú tekur við öllum réttindum og skyldum félags þegar það er tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fer skiptastjóri einn með forræði þrotabús og er einn bær til að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess meðan á gjaldþrotaskiptum stendur.
Skiptastjóri kemur fram af hálfu búsins fyrir dómi og gerir samninga í nafni þess. Skiptastjóri tekur ákvarðanir um hvernig eignum og réttindum þrotabúsins er ráðstafað, þar á meðal hvernig og hverjum þær eru seldar og á hvaða verði. Hann starfar samt í umboði kröfuhafanna. Ef þeir eru ósáttir við meðferð skipta geta þeir leitað réttar síns í samræmi við það. Skiptastjóri heldur fundi með kröfuhöfum þar sem farið er yfir ráðstöfun eigna þrotabúsins.
Þá kemur fram hjá LOGOS, að Jakob R Möller, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf., þar sem Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstir hluthafar sé sjálfstætt starfandi lögmaður í samstarfi við LOGOS, auk þess séu Stoðir ekki Baugur og þau mál tengist ekki neitt.
Þessi mynd fylgdi frétt á Visir.is í lok árs 2007.
Æðstu menn FL Group voru í þungum þönkum á fundinum í gærkvöld. Hér má sjá Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson og Hannes Smárason ræða við lögfræðinginn Gunnar Sturluson, einn eiganda Logos, en fundurinn fór fram á lögmannsstofu þeirra.
http://www.baugurgroup.is/Pages/350?NewsID=495
03.7.2005
,,Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 11. mars sl., komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn lögreglu væri ekki í þágu félagsins sjálfs, hluthafa þess, starfsmanna né lánardrottna. Á grundvelli ályktunarinnar og í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu í lögfræðilegri álitsgerð Jónatans hefur stjórn Baugs Group hf. ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar. Hefur Hákoni Árnasyni, hrl., og samstarfsmönnum hans hjá lögfræðifirmanu LOGOS verið falið að annast um þann málarekstur fyrir hönd félagsins og er undirbúningur málshöfðunar þegar hafinn.
Heilbrigð skynsemi óskast.
Njótið dagsins.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2009 | 13:46
Stjórnendur Baugs í nýjum rekstri
Samkvæmt upplýsingum sem lagðar voru fram hjá fyrirtækjaskráningu í Bretlandi kemur fram að félagið Tecamol hafi verið stofnað þann 25. febrúar sl. Kemur fram á vef Retail Week að talið sé að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, komi að fyrirtækinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa Hessen snekkju, að því er kemur fram í viðtali, sem Sunday Times birtir á morgun.
Nú spyr sá sem ekki veit, HVER ER KAUPANDINN AF ÞESSARI SNEKKJU OG EINKAÞOTU JÓNS ÁSGEIRS EÐA ÖLLU HELDUR ÞJÓÐARINNAR.
Margar sjónhverfingar hef ég séð og það kæmi mér ekki á óvart að við eigum eftir að sjá nokkrar í viðbót frá þessum mönnum, þetta eru vanir menn og kunna sitt fag.
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
![]() |
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
14.3.2009 | 23:33
Ein stærsta svikamylla Íslandssögunnar
Ég held að það sé bæði hollt og gott að við horfum á þetta myndband einu sinni í viku, eins á að nota þetta myndband sem kennsluefni í öllum skólum landsins.
Hér koma framm gjörningar sem ekki má láta endurtaka því þjóðinn hefur ekki efni á því.
Úr fréttaskýringaþættinum ´Í Brennidepli´ nóv 2004 umsjón: Páll Benediktsson kvikmyndataka: Karl R Lilliendahl framleiðsla/klipping: Haukur Hauksson RUV 2004
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2009 | 12:10
20 milljarðar af skattapeningum ykkar fara í öryggið.
Enn er verið að gera grín af Íslendingum!!!!! Hér hrundi allt Íslenska bankakerfið eins og allir vita og hvað var gert jú í þetta var sett ISK 50 milljónir og fjóra menn. Hvað er í gangi hér heima eru menn ekki í standi. Svo les maður þessa Frétt sem birt var í Morgunblaðinu í dag og maður spyr sig á hvaða lyfjum eru menn!!!!!!!
'' Þar kemur fram að á síðasta ári var um 20 milljörðum króna varið til öryggismála á Íslandi. Þar af fóru um sjö milljarðar til lögreglunnar, fjórir milljarðar vegna landhelgisgæslu, tveir milljarðar vegna siglinga- og flugöryggis, 1.350 milljónir til Ratsjárstofnunar/Varnarmálastofnunar og um 1.700 milljónir vegna umhverfisöryggis''.
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 16:07
Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs
Ætlar þjóðinn virkilaga að láta þetta yfir sig ganga. Ég skora á lögmannsstéttina og almenning að mótmæla þessari ákvörðun og það STRAX.
Þessar fréttir voru birtar á Vísir.is í dag.
'' Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.
Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál.
LOGOS hefur fleiri tengsl við félagið þar sem Jakob Möller, sem þar starfar er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. en Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstu hluthafar Stoða. ''
Jakob Möller var einnig verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu og fékk laun sín greidd frá Baugi.''
"LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.''
Heilbrigð skynsemi óskast
Góða helgi.
13.3.2009 | 00:51
Skiptastjóri Baugs
Þessa frétt las ég á Eyjuni í kvöld og varð ég að lesa hana aftur því ekki vildi ég trúa mínum eigin augum, getur þetta verið rétt?
Ég vona að þessi gjörningur verður ekki framkvæmdur því hér er um stórslys að ræða.
Góða þjóð standið vörð um réttlætið og látið þetta ekki gerast.
"Orðið á götunni er að lögmaður frá lögfræðiskrifstofunni Logos verði á morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group hf. Orðið á götunni er að verði það raunin sé það með hreinum endemum sé tekið tillit til tengsla lögmannsstofunnar við hið gjaldþrota fyrirtæki.
Fyrir liggur að lögfræðistofan hefur annast lagalega ráðgjöf og almenna lögmannsþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. Margir þeir samninga sem Baugur hefur gert á síðastliðnum árum koma án efa til skoðunar hjá skiptastjóra sem verður því dómari í eigin sök í mörgum tilvikum.
Aðeins eru nokkrir dagar frá því að til stofunnar var ráðinn Gunnar Þór Þórarinsson lögmaður en hann starfaði hjá Baugi Group frá 2008 til 2009. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar sem er hluthafi í Baugi.
Þá er Jakob Möller, lögmaður hjá Logos, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf. sem Baugur er ráðandi hluthafi í. Jakob var ennfremur einn af verjendum fyrrum forstjóra Baugs, Tryggva Jónssonar, í hinu svokallaða Baugsmáli.
Orðið á götunni er að lögmenn séu margir yfir sig hneykslaðir á því að til standi að skipa lögmann hjá Logos í sæti skiptastjóra í þrotabúinu, enda hafi aldrei áður verið um jafn mikla hagsmuna að ræða í einu þrotabúi hér á landi. Miklu skipti að það sé hafið yfir allan vafa að skiptastjóri í þrotabúinu sé hlutlaus. Líklega sé vart að finna stofu sem tengist Baugi með jafn augljósum og nánum hætti og Logos, að lögmannsstofu Gests Jónssonar undanskilinni. "
Góða kvöldstund.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2009 | 10:43
HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ???
Þennan póst fékk ég sendan til mín í morgun og þar sem allt í honum er er svo satt og rétt að ég ætla að taka méð það bessaleifi að birta hann hér fyrir ykkur hin að lesa.
Þetta er sorglegur sannleikur sem hér er ritað.
Sæl Jón,
Ég var að hlusta á þig á Rás 2 og hjó eftir því að þú sást Bónusfánann yfir Alþingi íslendinga sem tákn um stöðu Íslands. Ég er algerlega sammála þér. Þessi atburður er lýsandi dæmi hvernig staðan hefur verið til langs tíma. Það sem átti að vera mótmæli breyttist í staðreynd. Þetta var afar táknrænt, bleiki grísinn á Bessastöðum blakti yfir táknmynd sjálfsstæðis Íslands. Það er skelfilegt að almenningur sér ekki hversu alvarlegt er þegar spillt viðskiptaveldi hefur hreðjatak á íslensku þjóðinni með því að hafa ÓRG í vasanum og þar með stjórn á störfum Alþingis. Það er ekki langt síðan almenningur trúði því statt og stöðugt hversu við værum æðisleg og klár og útrásarvíkingar, bankaeigendur ásamt bankastjórnendum væri heiðarlegt og gott fólk. Þvílíkt djöfuls bull. Spilling og óheiðarleiki stjórnaði og réð öllu. Eftir situr venjulegt fólk með sárt ennið, atvinnulaust og er að tapa öllu. Á meðan keyra sumir á Bugatti Veyrone og Maclaren bílunum sínum, sigla á snekkjunni sinni eða skjótast á svörtu einkaþotunni sinni til Manhattan. Leikföng sem borguð eru af trúgjörnum íslendingum með lífssparnaði sínum.
Allt þetta blessaði svo Forseti Íslands. Jafnvel hörðustu VG-menn eru mjög ósáttir við gjörðir hans á "góðæristímanum" og niður-á-við-snobbi gagnvart almenningi nú eftir hrunið og yfirlýsingagleði hans og bulli sem skaðar Ísland enn meira, er þó meira en nóg fyrir. Hann er trausti rúinn, almenningur sér í gegnum hann. Það er staðreynd að hann þáði það sem að honum var rétt af þessum mönnum sem settu Ísland á hnén og heimilin á vonarvöl.
Æ sér gjöf til gjalda.
Á sama tíma nýttu Baugsmenn sér til hins ýtrasta 365 miðlana til skoðanamyndunnar almennings og að heilaþvo fólk. Góður maður sagði við mig snemma árs 2007 að búið væri að "bjánavæða" þjóðina, að 70% íslendinga væru bjánar. Þessi hópur léti teyma sig hvert sem er, gagnrýnislaust, algerlega heilaþveginn, stjórnað af örfáum mönnum sem í krafti illa fenginna peninga réðu yfir fjölmiðlum sem blygðunarlaust væri notaðir til skoðunarmyndunar og glansmyndargerðar.
Ef einhver stæði upp og mótmælti væri hann umsvifalaust keyrður niður í svaðið af fjölmiðlunum, mannorðslaus og aumkunarverður af öfundssýki.
Þetta reyndist rétt, því miður.
HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ?
Hafið góðann dag.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2009 | 00:30
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Kæru landar hér kemur
Leppar og Leynifélög 5 hluti
Skylduáhorf fyrir alla sem vilja sjá beinharðar sannanir fyrir vinnubrögðum auðmanna íslands við að sölsa undir sig fyrirtæki með blekkingum og fölsuðum gögnum gagnvart bönkum, kauphöllinni og íslenskum fjölmiðlum.
Um helgina birtust fréttir af 500.000.000.000 króna lánum til eigenda KB banka. Áður hefur komið fram að eigendur Glitnis banka skulda í einungis 3 fyrirtækjum sínum, þ.e. Baug Group, Stoðir hf. og Landic Property um 900.000.000.000 krónur. Morgunblaðið hefur birt fréttir af hundruðum eignarhaldsfélaga stofnuðum á Tortola eyju og öðrum skattaskjólum sem eru í eigu íslenskra auðmanna.
Eva Joly segir það algeran brandara að einungis 4 starfsmenn séu við störf við að rannsaka hrunið hjá hinum sérstaka saksóknara. Hvenær vaknar hin íslenska þjóð og krefst þess að menn verði leiddir út í járnum, eignir frystar og húsleitir gerðar til að komast yfir þessar hundruðir þúsundir milljóna sem þessir sjálfskipuðu viðskiptasnillingar hafa komið undan á erlenda bankareikninga ???
Hvar eru verkalýðsfélögin ?
Hvar eru launþegasamtökin ?
Hvar er ríkisvaldið ?
Framundan eru alþingiskosningar og seðlabankastjóri segir hundruði eignarhaldsfélaga tengjast háttsettum aðilum í samfélaginu einnig stjórnmálamönnum.
Eiga íslendingar virkilega að ganga til kosninga án þess að helstu ráðamenn þjóðarinnar geri hreint fyrir sínum dyrum ???
HVENÆR VAKNAR ÞESSI ÞJÓÐ ???
Eru menn virkilega hissa á því að íslenskt samfélag sé hrunið ?
Eins er hægt er að fræðast betur um málið á síðuni minni.
Hafið góða kvöldstund.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fékk þennan póst sendan til mín í dag ætla ég að tek mér það bessaleyfi og birta hann hér þar sem ég tel að um mjög alvarlegt mál er að ræða og nú þurfa allir að taka höndum saman til að rétta við íslenskt þjóðfélag.
'' Nú hefur komið á daginn að Eva Joly hefur hitt ríkisstjórnina og gefið ráðherrum hennar ráðleggingar um hvernig fara eigi að. Steingrímur J. Sigfússon segir sér finnast ,,einboðið að njóta hennar aðstoðar". Í þessu ljósi er mjög mikilvægt að þrýsta á núverandi ríkisstjórn að leggja fram frumvarp um erlenda óháða rannsóknaraðila (líklega í samstarfi við innlenda rannsóknaraðila) sem fá eins víðtækar heimildir til alvöru rannsóknar og unnt er að veita. Þetta þarf að gerast strax. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Við leggjum til að öllum þingmönnum verði send eftirfarandi áskorun, eða samskonar áskorun:
Ég krefst þess að þingið setji á laggirnar alvöru rannsókn á hruninu og efnahagsbrotum þeim sem leiddu okkur í þá stöðu sem við erum nú komin í, stýrðri af erlendum rannsóknaraðilum sem hafa reynslu af rannsóknum stórfelldra efnahagsbrota.
Ég krefst þess að stjórnvöld og þing þiggi án undanbragða alla þá aðstoð sem Eva Joly getur veitt okkur sem og aðgang að tengslaneti hennar.
Að lokum krefst ég þess að núverandi stjórnvöld lýsi nú þegar yfir eindregnum vilja til að hrinda slíkri rannsókn af stað og geri bókstaflega allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja að þetta verði að veruleika.
--
eftirfarandi eru netföng ráðherra ríkisstjórnarflokkanna (og vefslóð með öllum netföngum alþingis):
arj@althingi.is,
johanna@althingi.is,
katrinja@althingi.is,
kolbrunh@althingi.is,
klm@althingi.is,
sjs@althingi.is,
ogmundur@althingi.is,
ossur@althingi.is
http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A
kveðja,
Sigurður ''
9.3.2009 | 13:15
Stopp ekki fleiri neikvæðar viðskiptafréttir nú er komið nóg.
Yfirtakan á Straumi nú í morgun fékk mann til að vilja ekki lesa né hlusta á meiri viðskiptafréttir. Það var frekar napurt að lesa þessa fréttir í morgun á þessum fallega sólardegi hér í Reykjavík þau þáttaskil í íslensku efnahagslífi sem yfir þjóðinna hefur dunið er með ólíkindum og nú er komið nóg. Er ekki málið að setja stopp núna við fleirri neikvæðum fréttum á öllum fjölmiðlum landsins. Aftur á móti er hollt að staldra við, hugsa sinn gang og rifja upp það sem á undan hefur gengið læra af og sækja sér efnivið í þau verkefni sem við eigum eftir að glíma við á næstu misserum. Það er nú einu sinni þannig að við skrifum okkar sögu á hverjum tíma með athöfnum okkar og eða athafnaleysi okkar.
Nú skulum við njóta þessa fallega dags.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)