Nýtt Myndband - Hagar Baráttan.

Kæru landar, 

Nú er verið að ganga frá Icesave málum þannig það er ljóst að Íslenska þjóðin þarf að borga næstu áratugina ævintýragang Landsbankamanna uppá hundruði milljarða.
 
Skuldir Baugsmanna slaga vel upp í Icesave ævintýrið eins og eftirfarandi myndband sýnir, en um helgina mun Kaupþings banki funda m.a. um framtíð Haga og þá hvort þessir herramenn fái að halda stærsta verslunarveldi íslandssögunnar og fá um leið tugi milljarða afskriftir.
 
Einföld stærðfræði segir manni að Hagar standa ekki undir 50-70  milljarða skuldum.
 
 í fréttum RÚV, 22.september 2009, kom fram að um 50% af þessu fræga 30 milljarða láni Kaupþingsmanna til Baugsmanna stuttu fyrir hrun Íslands, hafi verið notað til að LOSA Baugsmenn við hlutabréf sín í Baug , þ.e. Baugsmenn létu Baug kaupa af sér hlutabréfin í Baug "korteri" fyrir hrun Islands og "hálftíma" fyrir hrun Baugs.
 
Baugsmenn náðu því að selja EIGIN hlutabréf í gjaldþrota Baugi fyrir 15 milljarða með LÁNSFÉ úr Kaupþing banka.
 
Baugsmenn höfðu því talsverða fjármuni í vösunum þegar 365 miðlar fóru í gjaldþrot og loksins kominn skýring á því hvernig þeir fóru að borga 1.5 milljarð í nýtt hlutafé inn í það félag, það var ekki nema 10% af því fé sem þeir fengu þegar þeir seldu eigin hlutabréf í Baug með lánsfé frá Kaupþing banka.
 
Ég hvet alla fjölmiðla til að horfa á þetta video og spyrja sig einnar spurningar: 
 
Eftir allt sem á undan er gengið - er eðlilegt að þessir herramenn fái að halda bæði stærsta fjölmiðlaveldi íslandssögunnar sem og stærsta verslunarveldi islandssögunnar og hundraða þúsunda milljóna skuldir hverfi vegna "hókus pókus" lögfræði- og endurskoðunar kunnáttu þeirra að ekki sé talað um vildarvini þeirra í stjórnmála- og bankarkerfinu  ?
 
Er mögulegt að leyfa þeim að halda Bónus svo framarlega sem þeir komi með nýtt hlutafé en afgangurinn af veldinu verði skipt upp ?
 
Á heimasíðu Haga er þessu stærsta verslunarveldi íslandssögunnar svo lýst:
 
"Fyrirtæki Haga eru öll rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa þess vegna ólík rekstrarform og ólíka menningu".
 
ER EKKI KOMINN TÍMI Á NÝTT ÍSLAND ÞAR SEM HEILBRIGÐ SAMKEPPNI ÞRÍFST OG EÐLILEGIR VIÐSKIPTAHÆTTIR ?
  http://www.youtube.com/watch?v=RIzZelotLY4  

Græðgi þessara manna hefur eyðilagt orðstír heillar þjóðar.     

Nýtt Ísland og heilbrigð skynsemi óskast

Jon Gerald Sullenberger

jon.g.sullenberger@gmail.com 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband