31.1.2009 | 10:33
Traust og trúðverðuleiki
Ég hefur alla tíð verið viðskiptavinur Landsbanka Íslands. Í þeim viðskiptum hef ég kynnst mörgu frábæru starfsfólki sem hefur unnið faglega og veitt framúrskarandi þjónustu.
Landsbankinn hefur um langt árabil verið eitt traustasta fyrirtæki landsins. Í mínum huga er hörmulegt að sjá hvernig stjórnendur bankans hafa farið að ráði sínu á undanförnum árum. Því miður hefur ástandið ekki batnað mikið. Sumir æðstu stjórnendur bankans, sem nú eru opinberir starfsmenn, hafa jafnvel verið staðnir að því að segja ósatt opinberlega.
Í frétt í Morgunblaðinu 7. nóvember sl. undir yfirskriftinni Aðstoðar vegna erfiðra útlána kemur hvergi nálægt málum sem tengjast Baugi er vitnað í tvo framkvæmdastjóra Landsbankans.
Forsaga málsins er sú að Tryggvi Jónsson hóf störf á lögfræðisviði bankans fyrir rúmu ári. Í fyrstu heyrði starf hans beint undir framkvæmdastjóra lögfræðisviðs og var hinn titlaður forstöðumaður. Það vissu þó fáir starfmenn bankans um þennan ráðahag eða hverju Tryggvi veitti forstöðu. Við hrun bankans var yfir eitthundrað starfsmönnum bankans sagt upp stöfum. Sumir höfðu langan og farsælan starfsferil að baki og höfðu náð að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini. Eftir samtöl mín við fjölmarga starfsmenn bankans tel ég augljóst að ekki var faglega staðið að þessum uppsögnum og val á því hverjir fengu að halda störfum sínum mótaðist fyrst og fremst af því að vera tengdur þeirri klíku sem hafði stjórnað bankanum en ekki hagsmunum bankans. Þannig var t.d. engin fækkun á fyrirtækjasviði sem var undir stjórn Elínar bankastjóra og ber ábyrgð á hinni hörmulegu útlánastöðu bankans. Og Tryggvi Jónsson var ráðinn til nýja Landsbankans þrátt fyrir að vera kominn með skilorðsbundin dóm á sakaskrána. Mun þetta vera eina tilfellið í yfir 120 ára sögu Landsbankans sem slíkt gerist.
Í frétt Morgunblaðsins er hins vegar haft eftir Atla Atlasyni framkvæmdastjóra starfsmannasviðs að almennt væru starfsmenn sem hefðu hlotið refsidóm ekki ráðnir til bankans en hvert tilvik væri metið fyrir sig. Það fer eftir því hvert brotið er, eins og í öllum störfum. Hér hlýtur Atli að tala gegn betri vitneskju.
Það er ljóst að þeir sem bera ábyrgð á þessari ráðningu auk Atla eru Elín bankastjóri og Gunnar Viðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og yfirmaður Tryggva.
Í fréttinni er haft eftir Gunnari Viðari að Tryggvi Jónsson kæmi hvergi nálægt málum sem tengdust Baugi, 365, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða félögum sem tengjast honum. Deildin sem hann starfaði í sinnti ekki stærri málum ...
Báðar þessar fullyrðingar eru rangar. Er furða þó spurt sé:
- Hvaða hagsmuna var verið að gæta með því að fastráða Tryggva Jónsson til nýja Landsbankans?
- Hvaða úttekt var gerð á störfum hans og af hverjum?
- Af hverju eru tveir framkvæmdastjórar að segja ósatt opinberlega?
- Treystir Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs nýja Landsbankans, þessum framkvæmdastjórum til að skapa traust um starfsemi bankans?
31.1.2009 | 01:21
"BAUGUR HAS LEFT THE BUILDING..."
Það er dapurlegt að sjá fréttir af lánveitingum fyrir hundruði milljarða króna renna til einstaklinga sem berjast í bökkum með viðskiptaveldi sín.Robert Tcenquis sem er einkavinur forsetans og viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs fær um 40% af íslensku fjárlögunum að láni frá KB Banka á sama tíma og íslenska fjármálakerfið er að hrynja og lausaféskortur um allan heim. Baugur sendir frá sér fréttatilkynningu í dag að þeir muni loka höfuðstöðvum Baugs á Íslandi og reka alla starfsmenn sína á Túngötu 6.Þar með er Baugur endanlega búinn að slíta öll tengsl við island þar sem Baugsmenn færðu allar verslanir sínar undir Gaum ehf. sl.ár. Eftir standa hundraða þúsunda milljóna skuldir Baugs á Íslandi....Spurning hvort forseti islands eigi ekki að athuga með að afturkalla útflutningsverðlaun forsetaembættisins sem voru veitt sl.vor þar sem Baugur má nota nafn og logo verðlauna forseta islands í markaðsstarfsemi sinni erlendis svo arum skiptir !
Er ekki orðið ljóst að útflutningur Baugs var ekki hugvit eða framleiðsla heldur einungis stórfelldustu fjármunaflutningar allra tíma þar sem sparifé íslendinga og annarra var notað til að kaupa breskar verslunarkeðjur og allar arðgreiðslur greiddar til erlendra "holding" félaga í eigu þessara snillinga ?
Eru engin takmörk fyrir því hversu lengi íslendingar láta traðka á sér ?
www.baugsmalid.is
25.1.2009 | 12:09
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagt af sér.
Til hamingju með þessar fréttir góða þjóð.
Björgvin G. tilkynnti jafnframt að forstjóri Fjármálaeftirlitsins og stjórn stofnunarinnar hætti störfum. Þetta er góðar fréttir fyrir þjóðinna. Er ekki komin tími til að restin af ríkisstjórnini átti sig á því að hún er óhæf til að stjórna þessu landi. Er ekki komin tími til að setja til hliðar það persónulegt Ego sem menn hafa á Alþingi og setja Íslensku þjóðinna í firsta sæti. Eins tel ég ef vinnufriður á að myndist hér heima þá þarf Davið að fara úr Seðlabankanum.
Nú þurfa allir að taka höndum saman og leggjast á eitt ÞAÐ ÞARF AÐ TAKA TIL HÉR HEIMA það þarf að kalla saman alla flokka leggja til hliðar þá flokks huggsun og setja eitt að markmiði RÉTTA VIÐ LANDIÐ OKKAR SEM ÍSLENDINGAR. það þarf að fá menn úr viðskiptalífinu,verkfræðinga, hagfræðinga og aðra þá aðila sem geta lagt fram sína þekkingu til að hjálpað til við að rétta landi okkar við. Það þarf að efla eftirlitstofnanir og ákæruvaldið í þessu landi ásamt því að endurskoða lög og reglur um bankastarfsemi í þessu landi.
24.1.2009 | 21:19
Skyldulestning grein Einar Má á blaðsíðu 28 í Mbl í dag.
Þetta er frábær grein sem Einar Má Guðmundssonar skirfar í Morgunblaðið dag Sunnudaginn 25 Janúra á blaðsíðu 28 '' EKKERT ÓEÐLILEGT VIÐ ÞAÐ '' Rithöfundur svarar spurningum athafnamanns.
Þessi grein er algjör skyldulestning og fær mann til að brosa þó um mjög svo alvarlega hluti er að ræða.
Þjóðinn má ekki taka sjónar af þeim aðilum sem voru gerendur í þessu bankahruni og settu all hér á hliðina. Er ekki nær að mótmælendur fari fyrir utan hús Hannesar Smárasonar, Jón Ásgeir Jóhannessonar, Hreiðar Már, Sigurðar Einarssonar, Bjarna Ármanssonar, Ólafs Ólafssonar, Sigurjóns Árnasonar og svo má lengi telja.
Tjónið sem þjóðinn hefur orðið fyrir er nógu mikil að ekki er það bætandi að nú skuli fólkið í landinu farið að skemma sínar eigin eigur og ég tala nú ekki um allan þann kosnað sem verður við þau þrif sem þurfa að fara fram á hverjum degi á Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu, allt er þetta greitt úr ríkissjóð með skattpeningum okkar.
Mæli með að við fáum uppgefið hvar þeim sem það vita hvar þessir fjárglæframenn búa og söfnumst þar saman til mótmæla.
22.1.2009 | 20:21
lokun Guantanamo-fangabúðanna í herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu.
22.1.2009 | 00:27
Ótrúleg lestning Karl Marx 1867
Það er ótrúlegt að lesa þetta sem skrifað var fyrir 142 árum síðan af Karl Marx.
'' Owners of capital will stimulate working class to buy more and more
of expensive goods, houses and technology, pushing them to make more
and more expensive credits, until their debt become unbearable.
The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be
nationalized, and State will have to take the road which will
eventually lead to communism''
Karl Marx, 1867.
19.1.2009 | 23:15
Handtökuskipan fjárglæframanna
Er ekki hér komin rétti maðurinn í FME, sjálfur sýslumaður Selfoss Ólafur Helgi Kjartansson. Það lítur út fyrir að hann er ekkert að skafa af hlutunum bara handtaka fólkið og það STRAX. Getur ekki einhvar góður maður þarna á Selfossi látið hann vita að hann ætti frekar að handtaka þá aðila sem stóðu að baki bankahrunsins en ekki það fólk sem átti ekkert með það að gera að allt fór hér á hliðina og er nú í vandræðum með sín lán.
Þeir aðilar sem eiga að vera settir í járn og það strax eru Bjarna Ármansson, Sigurjón Árnason, Lárus Welding, Sigurð Einars, Hreiðar Már, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Ólafur Ólafsson og Pálmi Haraldsson. Ef Ólafur þarf aðstoð með að hafa upp á þeim þá hlítur þjóðinn að geta komið honum til aðstoðar með að láta vita hvar þessir Fjárglæframenn eru niður komnir.
16.1.2009 | 02:37
US Airways Flight 1549
Þetta ótrúlega flugslys US Airways 1549. Sagt er að flugmaðurinn Captain Sullenberger hafi gert ótrúlega hluti með því að lenda vélini á Hudson River án þessa að nokkur maður hafi farist. Ekki væri það verra ef hann væri nú frændi mans eftir allt saman.
Kv Jón Gerald Sullenberger.
16.1.2009 | 02:28
Og flugmaðurinn er Sullenberger
Sullenberger's background in aviation appeared to have prepared him for such a situation. He has been a pilot with US Airways since 1980, following seven years in the U.S. Air Force. Það er þó aldrei að vita nema hann sé frændi minn !!!!!!!
![]() |
Talið að allir hafi komist lífs af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 17:12
Nýja Ísland ?????
![]() |
Kröfum Jóns Ásgeirs vísað frá dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)