Opiđ bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Sćll, Jón Ásgeir!

Ég var ađ lesa grein ţína sem birtist í dagblađi eiginkonu ţinnar ţann 1.september sl.  

            Ţar tekur ţú undir ţau sjónarmiđ Víglundar Ţorsteinssonar ađ Arion banki hafi  sett saman „aftökulista“. Af einhverjum ástćđum hafi bankinn ákveđiđ ađ „taka“ af ţér og fjölskyldu ţinni Haga-verslunarveldiđ og mismunađ ykkur herfilega ţar sem ţiđ áttuđ hćsta tilbođ, eins og ţú fullyrđir, og ţiđ hafiđ veriđ algerlega sniđgengin.

            Til ađ glöggva skilning almennings á „aftökulista“ Arion banka spyr ég ţig: Ert ţú, Jón Ásgeir, tilbúinn ađ svara eftirfarandi spurningum svo ađ landsmenn geti áttađ sig betur á hinu herfilega óréttlćti sem ţú fullyrđir ađ ţú og ţín fjölskylda hafiđ mátt ţola af hálfu íslensku bankanna?

            1. Er ţađ rétt ađ Baugur hafi ekki getađ borgađ af skuldabréfum lífeyrissjóđanna (sjóđum íslensks launafólks í landinu) í maí 2008, og var í raun hćttur ađ borga af lánum töluvert fyrr, og ţví kominn í stórkostleg fjárhagsvandrćđi í árslok 2007?

            2. Er ţađ rétt, Jón Ásgeir, ađ ţú og fjölskylda ţín hafi í maí 2008 stofnađ félagiđ 1998 ehf. og fengiđ 30 ţúsund milljónir króna ađ láni til ađ kaupa Haga-verslunarveldiđ út úr Baugi um ţremur mánuđum fyrir hrun? Ef rétt er hermt var hér um ađ rćđa međ 100% lánveitingu, ţ.e. ţiđ lögđuđ ekki fram krónu persónulega heldur fenguđ 30 ţúsund milljónir króna ađ láni, í sama mund og stćrsta lausafjárkrísa sögunnar gekk yfir, til ađ koma Haga-verslunveldinu út úr Baugi – burt frá kröfuhöfum Baugs og undir ykkar stjórn! Í Rannsóknarskýrslu alţingis segir svo um ţennan gerning ykkar:

            „Rannsóknarnefnd Alţingis vekur athygli á ţví ađ Baugur Group notađi hluta af sölutekjum sínum af ţví ađ selja Haga til 1998 ehf. til ađ kaupa eigin hlutabréf af stćrstu eigendum sínum.

             Í ţessu tilviki var um ađ rćđa 15 milljarđa króna virđi hlutafjár, ađ ţví gefnu ađ hlutirnir hafi veriđ rétt verđlagđir, og ekki verđur séđ ađ félagiđ hafi selt öđrum ţetta hlutafé síđar.

             Raunin var ţví sú ađ eigendur Baugs voru međ ţessu ađ taka til sín hluta af fjármunum félagsins, án ţess ađ nokkuđ lćgi fyrir um hvort hagnađur yrđi af rekstri félagsins áriđ 2008.

             Í eđli sínu jafngildir ţetta arđgreiđslu, en međ útgreiđslu á ţessu formi var komist hjá ţví ađ uppfylla ţyrfti skilyrđi sem lög setja fyrir arđgreiđslum úr félögum.

            [...] Nefndin telur ljóst af ţeim gögnum sem hún hefur kynnt sér ađ sú ađferđ sem ţarna var viđhöfđ viđ kaup Baugs á eigin hlutabréfum hafi veriđ til ţess fallin ađ rýra hagsmuni og stöđu ţeirra fjármálafyrirtćkja sem áttu kröfur á Baug og rannsókn nefndarinnar tekur til.“

            Er ţetta rétt, Jón Ásgeir?   Notuđuđ ţiđ, stjórnendur og stćrstu eigendur Baugs, helminginn af kaupverđi Haga – ţ.e. 15 ţúsund milljón krónur – til ađ kaupa persónuleg hlutabréf ykkar í Baugi rétt fyrir hrun í stađ ţess ađ greiđa skuldir Baugs viđ lífeyrissjóđina (sjóđi íslensks launafólks í landinu) eđa bankana?

            Nánar tiltekiđ: Er ţađ virkilega rétt ađ ţiđ fenguđ Haga-verslunarveldiđ aftur í ykkar eigu, ásamt ţví ađ fá 15 ţúsund milljón krónur í eigin vasa, fyrir verđlaus hlutabréf ykkar í Baug, um ţađ bil 3 mánuđum fyrir hruniđ 2008?

            3. Hversu mikils virđi telur ţú ađ hlutabréfin í Baugi hafi veriđ svona rétt fyrir hrun ţegar ţiđ náđuđ ađ selja hlutabréfin ykkar til Baugs fyrir 15 ţúsund milljónir króna? Var ţetta sannvirđi fyrir bréfin?

            Ekki gleyma ađ Baugur var löngu hćttur ađ borga af skuldabréfum lífeyrissjóđanna, sem og ađ borga af lánum sínum almennt, innanlands sem erlendis, og stuttu seinna fór Baugur í gjaldţrot og heildarskuldir félagsins nema um 320 ţúsund milljón krónum (ţ.e. um 1 milljón fyrir hvern Íslending).

            Gjaldţrot dótturfélags Baugs, BG Holding, sem hélt utan um erlendar eignir Baugs, nemur svo um 150 ţúsund milljónum til viđbótar, skv. fréttum nýlega.  Samtals hljóđar gjaldţrot Baugs ţví upp á a.m.k. 470 ţúsund milljónir króna gjaldţrot Baugs en ţá er eftir ađ telja upp öll hin dótturfélög Baugs sem nema tugum.

            Jón Ásgeir, var mikil eftirspurn eftir hlutabréfum Baugs á ţessum tíma? 

 

            4. Er ţađ rétt ađ ţú, og félög ţér tengd, hafiđ svo fengiđ um 2,8 ţúsund milljónir króna til viđbótar ađ láni frá íslensku bönkunum til ađ kaupa enn meira af hlutabréfum í Baugi sem  voru í eigu eiginkonu ţinnar sumariđ 2008, án veđa eđa trygginga?

            5. Er ţađ rétt, Jón Ásgeir, ađ međ ţessum 15 ţúsund milljónum króna hafiđ ţiđ hjónakornin náđ ađ greiđa ykkar persónulegu skuldir og eignarhaldsfélaga ykkar sem skýrir af hverju ţiđ getiđ haldiđ eignum ykkar, ađ verđmćti ţúsunda milljóna, enn ţann dag í dag? (Ţađ er annađ en almenningur í ţessu landi.)

            6. Er ţađ rétt ađ skuldir 1998 ehf., sem ţiđ notuđuđ til ađ kaupa Haga út úr Baugi, hafi veriđ komnar í u.ţ.b. 40–50 ţúsund milljón krónur viđ hruniđ og ţar sem verđmćti Haga var nokkrum tugum milljörđum lćgra, ţá var ţađ ţví algerlega útilokađ fyrir ykkur ađ borga fyrir Haga, ţ.e. ađ standa skil á afborgunum til bankanna?

            Ert ţú til ađ útskýra fyrir okkur hin hvađ Arion banki átti ađ gera ţegar ţessi skuldastađa var ljós?   

            Hvađ gat bankinn gert annađ en ađ taka veđin, ţ.e. Haga, frá ykkur til greiđslu upp í skuldina ţegar ljóst var ađ skuldir ykkar námu tugum ţúsundum milljónum meira en ţiđ gátuđ greitt ?

            Átti Arion banki bara ađ taka á móti „Bros-kalla-tölvupóstum“ međ fyrirskipunum hvađ ćtti ađ gera og „redda ţessu“? 

            Er hugsanlegt ađ Arion banki hafi eingöngu veriđ ađ gera ţađ sem venjulegir bankar gera , ţ.e. ganga ađ veđum og tryggja hagsmuni bankans, ţar sem ljóst var ađ ţiđ skulduđuđ um 50 ţúsund milljónir í gegnum 1998 ehf. og útilokađ var ađ ţađ fengist greitt ţar sem hin félögin ykkar skulduđu mörg hundruđ ţúsund millljón krónur til viđbótar?

            7. Er ţađ rétt ađ ţrátt fyrir ađ búiđ sé ađ taka Haga af ykkur til greiđslu upp í skuldina hafi Arion banki ţurft ađ afskrifa um tugi ţúsunda milljóna króna vegna 1998 ehf.-fléttu ykkar hjóna?

            Jón Ásgeir, ţađ hefur veriđ skelfilegt ađ lesa um ţćr grimmilegu ofsóknir sem ţú og fjölskylda ţín hafiđ mátt ţola frá yfirvöldum í gegnum árin og mađur spyr sig hvort ekkert réttlćti sé til lengur?

            Hlusta bankarnir virkilega ekki  lengur á tölvupóstana frá ţér um hvernig ţeir eigi ađ haga sér?   Heimta bankarnir virkilega ađ menn greiđi skuldir sínar eins og viđ hin eigum ađ gera og ganga síđan ađ veđum bara eins og viđ hin ţurfum ađ ţola ţegar menn geta ekki borgađ tugţúsunda milljóna skuldir?

            Eftir ofsóknir ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu,  skattyfirvalda, og nú skiptastjóra Baugs og Fons, sem og ofsóknir slitasjórnar Glitnis á hendur ţér og ţinnar fjölskyldu, sem ţú ert allaf ađ tala um, leyfa ţeir sér ađ fullyrđa ađ ţú hafir rćnt bankann innan frá! Húsleit og rannsókn sérstaks Saksóknara á viđskiptaháttum ţínum, og hinni „ótengdu“ eiginkonu ţinni í lánabók Glitnis, er auđvitađ međ miklum ólikindum! „Aftökulisti“ Arion banka er svo korniđ sem fyllir mćlinn! Ćtlar Daviđ Oddson og „bláa höndin“ aldrei ađ láta ykkur í friđi ?

            Hin íslenska ţjóđ situr orđlaus yfir ţessum miskunnarlausu grimmdarverkum bankanna á hendur ţér og fjölskyldu ţinnar – ađ leyfa sér ađ taka stćrsta verslunarveldi Íslands af ykkur, ţótt Baugur hafi skuldađ um 320 ţúsund milljónir króna, 1998 ehf. skuldađ um 40–50 ţúsund milljónir og BG Holding félag Baugs og ykkar um 150 ţúsund milljónir, er bara svo ótrúlega ósvifinn gerningur ađ mađur trúir ţessu varla.  Ég sleppi ađ minnast á skuldir Gaums, ISP ehf., Landic Property, 365 ,Teymis, Dagsbrúnar, Sólin skín ehf., Styrk Invest ehf., Stođir Invest, A-Holding ehf og fleiri félaga. Ţađ er náttúrlega glórulaust ađ bankarnir skuli ekki skilja ađ ţetta var allt gjaldţroti Lehmanns Brothers, Daviđ Oddssyni og „bláu höndinni“ ađ kenna.

            Ţiđ hefđuđ örugglega náđ ađ borga ţetta allt saman 100%, ef Arion banki hefđi bara gert ţađ sama og Lárus Welding, sérstakur bankastjóri ţinn í Glitni hafđi gert, – lesiđ fyrirskipanirnar í tölvupóstum frá ţér og lánađ ţér bara meiri milljarđa.  Ţađ fer nú ađ vera tímabćrt, Jón Ásgeir, ađ senda inn formlega kćru til mannréttindadómstóls Evrópu – miđađ viđ lýsingar ţínar er ekki nokkur vafi ađ ţú fćrđ gjafsókn og flýtimeđferđ.

            Nú bíđum viđ spennt eftir ađ lesa svör ţín viđ ţessum spurningum svo ađ ég og íslenska ţjóđin skiljum ţetta til fulls.

            Virđingarfyllst,

Jón Gerald Sullenberger

 

PS: Var ađ lesa forsíđu DV í dag, miđvikudag 12.september, sem segir frá ţví ađ eiginkona ţín hafi fengiđ 20 ţúsund milljónir krónur afskrifađar í gegnum félag ykkar, 101 Capital ehf.   Ţađ er a.m.k. smá sárabót, Jón Ásgeir. En bankarnir verđa ađ gera miklu miklu betur fyrir ykkur. Vertu viss, hin íslenska ţjóđ stendur  öll á bak viđ ţig og fjölskyldu ţína í ţessari mannréttindabaráttu ţinni í ţágu réttlćtisins. Sanngjarnt skal ţađ vera!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ ţarf mikiđ ţor og mikinn kjark  til ađ gera ţađ sem ţú ert ađ gera Jón. Óska ţér allra heilla í baráttunni viđ ofmetnasta, pörupilt Íslandssögnnar. Sumt fólk er svo blint enn, á ágćti  ţessa ţjófahiskis sem kennt var viđ Bónus ađ ţađ fyllist vandlćtingu yfir eftirfylgni ţinni og vill helst ađ ţú ţagnir. Gakktu ótrauđur áfram, gott fólk lćtur síst í sér heyra en ţú átt ţađ ađ. Vertu viss.

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráđ) 29.9.2012 kl. 17:20

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Humm já, hann Ólafur gengur um međ handjárnin í rassvasanum ţessa dagana.

Eyjólfur Jónsson, 29.9.2012 kl. 18:03

3 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Sannleikurinn um öll vinnubrögđ og stađreyndir, er sagna bestur.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 00:16

4 identicon

Thetta er nu sa besti pistill sem eg hef lesid langa lengi. Gangi ther allt i hagin Jon Gerald og takk fyrir mig.

M.b.kv.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráđ) 30.9.2012 kl. 08:50

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Way to go my friend Jón Gerald, don´t let these Bónus pricks get away with white washing their dirty past.

Greetings from Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.9.2012 kl. 10:30

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Creditum og Debitum , er á ţýsku Soll und Haben, komiđ úr Ítölsku: deve dare et deve avere.   Ţađ sem á ađ gefa [til baka: vinstra megin ] og ţađ sem á ađ hafa [á móti: hćgra megin].   Ţađ sem kennitala á prívat ţarf hún ekki ađ gefa til baka og getur sóađ ţví i hvađ sem er.  Skuldlausar og skuldbindinga lausar eignir [óveđsettar] ţarf ekki ađ gefa til baka og kallast hreinar: oftast uppsafnađar umfram tekjur , sem búiđ er greiđa af skatta og fćra debit á Séreignar reikning.  Ţessar séreignir er svo hćgt ađ setja á móti venture capital hluta af heildar Equity.  

Equity er sá hluti eignar til gefa til baka sem er eftir ţegar allar skuldir á skatta ári hafa veriđ dregnar frá.

Íslendingar eru aular: hér er hagfrćđi skilgreining:

Eigiđ fé (e. owners equity) fyrirtćkis, er skilgreint sem heildareignir ađ frádregnum skuldum skv. bókhaldi fyrirtćkisins. Eigiđ fé fyrirtćkis er stundum kallađ bókfćrt virđi ţess.

Owners equity er líka kallađ "stock" og er aldrei hćkkađ, bókađ upp, og vegna markađshćkkanna á hverju ári [starfsaldur og skattmann og áhćttu vaxtaálag lögsögu spilar ţarna mest inn í] ţá minnkar raunvirđi nafnvirđis stofnhlutabréfa um 67% í UK [leiđandi markađs ríki] á öllum 30 árum [eigiđ fé lćkkar og lögađili eignast grunn sinn: ţrautvarsjóđ: stognhluthafa fá arđ til baka]. Ţessi bréf má heldur aldrei borga út ef ógna ţví sem á borga síđar tíma lánadrottnum. Rekstrar ađilar sem gera út á langtíma forsendum, miđa ţá viđ 12 ára til 50 ára tímabili áđur en stofnhlutabréf eru greidd út.

Stofnhluthafar eignast bara umfram tekjur á hverju á hverju á ári ţegar búiđ er taka frá fyrir frjálsa keppni á mörkuđum, framtíđar verđhćkkun skattmann, verđtryggingastofnanna [allir lögađilar eiga hafa fyrir raunvirđi skulda] , launţega samtaka, og birgja. ţess vegna skil ég ekki hvernig sumir hafa tapađ svona miklu persónulega, nema ađ eigin bókfćrđa mati náttúrulega [per se.


Samkvćmt bókhaldi lánadrottna eiganda skulda kennitölu ađ mínu mati og fleiri af erlendu bergi brotna.

Ísland er međ hćrri high-yielding grunnkröfu í sínum 100% sub Prime fjármálageira en t.d Írar sem eru 80% prime í dag.  Portufolio : safn securities bonds fellur í verđi ef ein veđskuld er skemmd [sjá eitt skemmt epli í körfu]. ţađ er ekkert ađ ađ 5 ára , 15 ára og eldri veđsöfnum til tryggingar reiđufjár skuldum Írlands í dag. Eins og Írar reiknuđu međ fyrir 5 árum.    

Geta Íslenskir ţingmenn ekki hćtt ađ gera alla ríkisborgar hér ađ fíflum í augum borgara stöndugra [developed in financial terms: economical terms er meira skylt "evulation" in theorethical and philsophical terms develop is relative to mature ] fjármála ríkja. Veđ eđa bestu veđin [ţjóđverjar hirtu ţau gegn engu áhćttu raunvaxtaálagi umfram HCPI, sem hrapađi ţeim í hag] eru einu veđin sem ţarf ekki ađ fćra niđur í Balance control, sem er notađ til ađ réttlćta arđgreiđslur lögađila. Segir ekkert um hreinar eignir hans eđa stofnhlutahafa.    

Raunvextir greiđa afföll [gjaldţrot og vanskil, en verđbćtur fyrirbyggja  afföll vegna,  skatthćkkanna, millibankavaxta= grunnvaxta og kauptaxta, og birgja.   

Nominal rate = CPI rate + intial rate= intial rate + CPI rate. Veđskuldir lengri en 5 ár kallast verđtryggđar erlendis ţegar intial rate stefnir á núll: áhćttulaus.   Sá sem ekki getur beđiđ og vill selja öruggt langtíma bréf getur ţá bókađ ađ kaupandi á skammtíma afleiđumarkađi heimtar afföll: greiđir undir nafnvirđi. Portifolio sem er veđsett, merkir ađ allar veđskuldir í ţví eru ţađ.  Sá á kvölina sem á VÖLINA. VOGUM VINNUR/ VOGUN TAPAR. Hlutafélög auđmanna eru eldri en landnám Íslands og voru algeng í Róm á dögum Pontíusar Pílatusar.  Enda mikiđ af málsháttum Íslendinga úr bókhaldi katolsku kirkjunnar og skattheimtu ađila kongunga Norđmanna og Dana.

USA selur meira raunvirđi í sínum pakkningum en EU almennt ţess vegna fćrđ ţú almennt meira raunvirđi fyrir Dollar í USA en í EU.   Ef ţú ţekkir báđa markađi. Raunvirđi krónu er metiđ af kaupendum hennar sem spyrja hvađ ţeir fái fyir hana: taka upp evru breytir ţessu ekki: evru gengi eru misjöfn eftir Međlima ríkjum og álagsraunvextir líka.   


           

Júlíus Björnsson, 3.10.2012 kl. 20:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband