Vitið að margur sér flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínum eigin!

Hér kemur greinilega í ljós það vandamál sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur verið að glíma við undanfarin  3 ár , ásakanir, skítkast og íllgirni. Í staðin fyrir þakklæti, samstarf, uppbyggingu, hrós og jákvæðni.  Þetta fólk ætti að líta í eigin barm. Vitið að margur sér flísina í augu náungans en ekki bjálkann í sínum eigin!


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú þarft að skýra betur hvert í veröldinni þú ert að fara með þessum orðum Jón.

Skítkast og ásakanir hverra og í garð hverra ? Í garð Þeirra sem rændu þjóðina ? Eða í garð þeirra stjórnmálamanna sem aðstoðuðu við það ?

Finnst þér það fólk eiga sérstaklega skilið klapp á öxlina ?

Eða hvert ertu annars að fara ? Kannski er ég að misskilja þig.

hilmar jónsson, 1.7.2012 kl. 14:21

2 identicon

Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur Jón, þú átt hrós skilið.

Hilmar er einn af gjömmurum stjórnvalda og hann er að velta fyrir sér hvort hann eigi að hjóla í þig, ef þú ert að gagnrýna stjórnvöld, sem í hans huga eru "The untouchables", eða hvort þú sért að hrósa þeim því þá gæturður orðið hans besti vinur um aldur og ævi. Hilmar er í þeim hópi sem virðist bíða eftir gjammi frá Ólínu eða Birni Vali til að ræsa út viðbrögð við málefnum sem snerta stjórnvöld.

Því miður er skortur á því að stjórnvöldum sé hrósað fyrir góða hluti en á sama tíma er skortur á því að viðurkennd séu afdrifarík mistök, þess vegna er stjórnin rúin öllu trausti. Það er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn stjórnvalda koma fram eftir þessar kosningar.

Björn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:27

3 identicon

Ja hérna!

Afhverju er alltaf verið að skamma alla? Og allt út af peningum. Það fá allir slæma samviska af þessum látum. Eigum við ekki að horfa til himins í stað þess að horfa á drulluna? Þar er allt svo hreint og fínt.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 16:23

4 identicon

Jájá Jón Núna máttu búast við að Hilmar stríðsfyrirsagnameistari reyni að djöflast í þér fyrir að segja styggðaryrði um háttvirta Jóhönnu og hennar hirð svo er Hilmar líka í sárum eftir forsetakosningarnar þarsem 80 % þjóðarinnar hafnaði Þóru

sæmundur (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Jón, þetta er pínlega auðséð öllum sem eru með skilningsvitin sæmilega í lagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 19:44

6 identicon

Takk fyrir þetta Jón, ég er hjartanlega sammála.

Ef núverandi ríkisstjórn hefði borið gæfu til að geta þess sem vel var gert í ljósi ástandsins í heiminum þá - og ekki síður nú í stað ásakana, skítkasts, illgirni og langrækni þá værum við öll mýkri og skilningsríkari í dag.

Sumir skilja bara það sem þeir vilja skilja. Verst fyrir þá.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 21:37

7 identicon

...taktu þátt í verðkönnuðum, og reyndu síðan að hjala um "þakklæti, samstarf, uppbyggingu," sauður.

Jóhann (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 00:53

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er mikið til í þessum orðum þínum Jón.

Er Jóhann (IP-tala) að tala um marklausu verðkannanirnar hjá ASÍ-verkamanna-kúgaranum?

Gangi þér vel með Kost

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2012 kl. 10:19

9 identicon

Heill og sæll Jón Gerald; æfinlega, sem og aðrir gestir, þínir !

Jóhann (kl. 00:53) !

Hvort; ert þú fífl - eða fáráðlingur, ágæti drengur ?

Jóni Gerald; sem öllum öðrum, sem neita þátttöku, í sýndarverðkönnunum ASÍ einkaeigandans; og stórsvindlararans og hræsnarans, Gylfa Arnbjörnssonar, á að þakka heilshugar fyrir, að taka ekki þátt, í Helvítis skruminu, hjá Gylfa - og hyski hans.

Spyrðu ræksnið Gylfa fremur; Jóhann minn - hvenær landsmenn megi vænta skipbrots verðtryggingar, og Lífeyrissjóða sukksins ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:43

10 Smámynd: Elle_

Mikið sannur pistill.  Hilmar Jónsson, hann þarf ekki að skýra neitt.

Elle_, 2.7.2012 kl. 22:30

11 identicon

Síðan hvenær er Ólína sannfærandi? Hún kvartar og kveinar og öskar og æpir ef einhver andar á foryngja hennar og Herra Össur-ei-svo-skarpan, en segir ekki neitt ef ráðist er ranglega að neinum sem hefur ekki "réttar skoðanir". Hún stendur bara með "sínu fólki", líkt og aðrir mafíumeðlimir, svo og annað hugsjóna- og prinsipplaust fólk, sem skilur enga heimspeki, bara blinda foryngjahlýðni. Hún er svokallaður FLOKKSHUNDUR (afsakið hundaeigendur og hundar, en þið skiljið hvað ég meina, glæpur að líkja hundum við slíka, ég veit), og þeir gelta bara þegar ráðist er á húsbóndann. Hún kann bara að hlýða, vera þæg og segja "HEIL!" á réttum stundum, rétt eins og Þóra hennar átti að gera, en það er ENGINN séns hún fá nokkurn tíman jafn stórt tækifæri og Þóra á neinu sviði lífsins, því sá heimur er að rísa þar sem FLOKKSHUNDAR, sama í hvaða flokki, fá ENGIN tækifæri meir, heldur bara ALVÖRU FÓLK!

Anti-Flokks-Hundismi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband